Tekjur Síldar­vinnslunnar (SVN) á fyrsta árs­fjórðungi námu 81,4 milljónum dala, sem sam­svarar um 11,2 milljörðum ís­lenskra króna á meðal­gengi dals og krónu á tíma­bilinu. Hagnaður sam­stæðunnar nam 11,3 milljónum dala eða um 1,5 milljörðum ís­lenskra króna.

Um tölu­verðan sam­drátt er að ræða miðað við fyrsta árs­fjórðung 2023 er tekjur sam­stæðunnar námu 131,5 milljónum dala og hagnaður 29,5 milljónum dala. Um 50,1 milljóna dala tekju­sam­drátt er að ræða milli ára eða um 38,1%.

Tekjur Síldar­vinnslunnar (SVN) á fyrsta árs­fjórðungi námu 81,4 milljónum dala, sem sam­svarar um 11,2 milljörðum ís­lenskra króna á meðal­gengi dals og krónu á tíma­bilinu. Hagnaður sam­stæðunnar nam 11,3 milljónum dala eða um 1,5 milljörðum ís­lenskra króna.

Um tölu­verðan sam­drátt er að ræða miðað við fyrsta árs­fjórðung 2023 er tekjur sam­stæðunnar námu 131,5 milljónum dala og hagnaður 29,5 milljónum dala. Um 50,1 milljóna dala tekju­sam­drátt er að ræða milli ára eða um 38,1%.

„Loðnu­bresturinn í vetur vegur þungt í sam­drætti fjórðungsins. Eftir nokkur góð ár í loðnu var ekkert veitt í vetur, sem er á­fall fyrir fyrir­tæki eins og okkar. Á sama tíma hefur ríkt ó­vissa með rekstur bol­fiskeiningar okkar í Grinda­vík sem enn fremur dregur úr af­komu saman­borið við fyrra ár,” segir Gunn­þór B. Ingva­son, for­stjóri Síldar­vinnslunnar í upp­gjörinu.

Í upp­gjörinu segir að á­samt engum loðnu­kvóta höfðu jarð­hræringarnar við Grinda­vík mikil á­hrif á rekstur Vísis ehf.

„Af­komu­lega hafa þessir þættir valdið miklum sam­drætti, en fram­leiðslu­verð­mæti loðnu­ver­tíðar fyrir ári síðan nam um 70 milljónum USD. Upp­sjávar­veiðin dróst því saman um 47.600 tonn, mót­taka fiski­mjöls­verk­smiðja um 58.000 tonn, og hrá­efnis­mót­taka í fisk­iðju­verinu um 15.600 tonn. Það er ljóst að fyrir­tæki eins og okkar getur lítið gert til að verja sig þegar svona mikill sam­dráttur verður í afla­heimildum,” segir Gunnþór.

Rekstrar­hagnaður fyrir af­skriftir (EBITDA) á tíma­bilinu var 19,2 milljón dalir eða 23,6% af rekstrar­tekjum, en var 39,6 milljón dalir og 30,1% af rekstrar­tekjum á sama tíma­bili 2023.

Gunn­þór segir að varnar­bar­átta hafi verið háð varðandi bol­fisk­vinnsluna á Reykja­nesi.

„Taka þurfti marga starfs­menn af launa­skrá en bætt var í vinnslu í Þýska­landi í dóttur­fé­lagi okkar þar, auk þess sem salt­fisk­vinnslu var komið upp í Helgu­vík til bráða­birgða. Engin vinnsla var í frysti­húsinu í Grinda­vík en fyrir ári var unnið úr 3.100 tonnum af hrá­efni. Lítið sem ekkert var unnið í salt­fisk­vinnslu okkar í Grinda­vík, en á sama tíma fyrir ári var unnið úr 2.500 tonnum. Búið er að vinna salt­fisk úr rúm­lega 3.000 tonnum af hrá­efni á tíma­bilinu bæði í Helgu­vík og Cux­ha­ven, sam­drátturinn í land­vinnslu Vísis nemur um 2.600 tonnum af hrá­efni,” segir Gunn­þór.

Tekið er fram að þrátt fyrir á­skoranir í rekstri, hefur Síldar­vinnslan unnið að því að hag­ræða á móti. Einu skipi var lagt um ára­mót og reiknar SVN með á­fram­haldandi hag­ræðingu á út­gerðar­sviði.

„Ó­vissan með Grinda­vík gerir það að verkum að við erum að fara yfir skipu­lag á bol­fisk­vinnslu til fram­tíðar og til hvaða ráð­stafana sé unnt að grípa til ef ekki er hægt að nýta eignir okkar í Grinda­vík. Þar á meðal er verið að skoða mögu­leika á sam­starfi við aðra fram­leið­endur og nýta með því þær fjár­festingar sem eru til staðar í landinu. Það er trú okkar að sam­keppnis­hæfni ís­lensks sjávar­út­vegs muni felast í auknu sam­starfi á vinnslu- og markaðs­hliðinni.”

Eignir SVN um 150 milljarðar

Heildar­eignir Síldar­vinnslunnar námu 1,07 milljörðum dala í lok mars 2024 sem sam­svarar um 148 milljörðum króna á gengi dagsins. Þar af voru fasta­fjár­munir 880 milljónir dala og veltu­fjár­munir 191,4 milljónir dala.

Mun það vera lækkun frá fjórða árs­fjórðungi 2023 en í lok árs námu heildar­eignir 1,1 milljarði dala og þar af voru fasta­fjár­munir 889,3 milljónir dala og veltu­fjár­munir 209,6 milljónir dala.

Hand­bært fé frá rekstri nam 23,1 milljónum dala á fyrsta árs­fjórðungi 2024 en var 24 milljónir dala á sama tíma­bili 2023.