Samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, opnaði nýlega aftur fyrir reikning Júlíu Navalnaya, ekkju rússneska andófsmannsins Alexei Navalny sem lést á föstudaginn, eftir að honum hafði skyndilega verið lokað tímabundið.

Reikningnum hafði verið lokað vegna óljósra brota á notendareglum en X hefur ekki enn greint frá því nákvæmlega hvaða reglur það voru sem Júlía mun hafa brotið.

Samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, opnaði nýlega aftur fyrir reikning Júlíu Navalnaya, ekkju rússneska andófsmannsins Alexei Navalny sem lést á föstudaginn, eftir að honum hafði skyndilega verið lokað tímabundið.

Reikningnum hafði verið lokað vegna óljósra brota á notendareglum en X hefur ekki enn greint frá því nákvæmlega hvaða reglur það voru sem Júlía mun hafa brotið.

Samélagsmiðillinn hefur ekki enn greint frá því hvaða reglur Júlía mun hafa brotið.
© Skjáskot (Skjáskot)

Alexei Navalny var hávær og áberandi gagnrýnandi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta áður en hann lést í fangelsi þann 16. febrúar þar sem hann var að afplána 19 ára fangelsisdóm. Fréttir af andláti Navalny vöktu mikla reiði víða um heim og hafa margir stjórnmálaleiðtogar sagt að Pútín beri ábyrgð á dauða hans.

Júlía hefur heitið því að halda merki eiginmanns síns á lofti og berjast fyrir frelsi Rússa undan stjórn Pútíns.

Síðasta færslan sem ekkjan birti á samfélagsmiðlinum var myndband sem sýndi móður Alexei standandi fyrir utan fangelsið þar sem sonur hennar lést og kallaði meðal annars á Pútín til að afhenda lík Alexei.