Kærur Bandaríska verðbréfaeftirlitsins (SEC) á hendur bandaríska endurskoðunarfélaginu BF Borgers fyrir stórfelld svik dregur dilk á eftir sér fyrir fjölda fyrirtækja þar í landi sem hafa hug á skráningu eða eru þegar skráð á hlutabréfamarkað.

SEC sá sig knúið til að loka endurskoðunarfélaginu en um leið eru níu fyrirhuguð hlutafjárútboð í uppnámi auk þess sem um 170 skráð félög neyðast til að fresta útgáfu árshlutauppgjöra.

Meðal viðskiptavina BF Borgers var Trump Media & Technology Group, félag forsetaframbjóðandans Donalds Trump.

Samanlagt höfðu félögin níu, sem öll eru fremur smá í sniðum, áætlað að safna 150 milljónum dala í gegnum hlutafjárútboðin.