Ljósaverslunin Lumex hagnaðist um 51 milljón króna á síðasta ári en hagnaður dróst þó saman um 30 milljónir frá fyrra ári.

Rekstrartekjur námu 707 milljónum og jukust um 14% frá fyrra ári.

Stjórn félagsins leggur til að 80 milljónir verði greiddar í arð til hluthafa árið 2023 vegna fyrra rekstrarárs. Helgi Kr. Eiríksson er stofnandi Lumex en hann á 40% hlut í félaginu. Ingi Már Helgason á 40% hlut og Eiríkur Gunnar Helgason 20% hlut.

Lykiltölur / Lumex

2022 2021
Tekjur 707  619
Eignir 625  509
Eigið fé 151  101
Afkoma 51  81
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.