Fylgi Framsóknarflokksins er nú 8,2% samkvæmt könnunMaskínu. Vikmörkin eru +/-2,4%.

Framsóknarflokkurinn fékk 18,7% í borgarstjórnarkosningunum sem fóru fram í 14. maí 2022. Þrátt fyrir vikmörkin hefur fylgi fylgi Framsóknarflokksins hrunið samkvæmt könnuninni.

Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík með 23,4% samkvæmt könnuninni. Næst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 22,3% og Píratar með 20,4%. Vikmörkin eru +/- 3,6-3,8% hjá flokkunum þremur.

Sósíalistar eru fjórðu stærstu með 9,6% og Framsóknarflokkurinn fimmti með 8,2%. Viðreisn fær 6,8%, Flokkur fólksins 3,8%, Vinstri grænir 3,3% og Miðflokkurinn 2,2%.

Aðferðarfræði könnunarinnar:

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru 18 ára og eldri með búsetu í Reykjavík. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, þannig að þau endurspegla hópinn prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjölda tölum og hlutföllum sem orsakast af námundun.

Könnunin fór fram frá 25.nóvember til 2.desember 2022 og voru svarendur 702 talsins.