Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds stefnir að því að opna fleiri en 8.800 nýja veitingastaði og bæta við 100 milljónum nýrra vildarklúbbsmeðlima fyrir árið 2027.

Markmiðin eru sögð vera hluti af langtímaáætlunum skyndibitakeðjunnar um að auka sölu en staðurinn er þegar einn mest áberandi veitingastaður Bandaríkjanna.

Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds stefnir að því að opna fleiri en 8.800 nýja veitingastaði og bæta við 100 milljónum nýrra vildarklúbbsmeðlima fyrir árið 2027.

Markmiðin eru sögð vera hluti af langtímaáætlunum skyndibitakeðjunnar um að auka sölu en staðurinn er þegar einn mest áberandi veitingastaður Bandaríkjanna.

McDonalds tilkynnti áformin í dag en staðurinn mun standa fyrir miklum fjárfestingardegi á miðvikudaginn þar sem það hyggst sannfæra fjárfesta um að matarlyst viðskiptavina gagnvart keðjunni sé að aukast.

Búist er við því að fyrirtækið muni meðal annars búa til endurbætta útgáfu af hamborgaranum sínum og bæta við úrvali af kjúklingavörum.

Skyndibitakeðjan spáir því að hún muni vaxa um 4% á næsta ári og mun 2% af söluaukningu fyrirtækisins koma í formi nýrra veitingastaða og viðskiptavina. Eftir 2024 mun McDonalds fjölga veitingastöðum sínum um 4-5% á hverju ári.

McDonalds hefur einnig nýlega greint frá samstarfi sínu við gervigreindarþjónustu Google Cloud, Alphabet. Gervigreindin verður meðal annars notuð á öllum veitingastöðum fyrirtækisins til að bæta rekstur.