BIOEFFECT EGF Serum var á dögunum valið í hóp 100 bestu húðvara allra tíma af bandaríska tímaritinu Women‘s Wear Daily. Tímaritið er jafnframt eitt þekktasta tískurit heimsins og oft kallað „Biblía tískunnar“.

Dómnefndin telur um 600 sjálfstæða sérfræðinga.

EGF Serum húðdroparnir komu fyrst á markað fyrir 14 árum og hafa húðdroparnir hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga í gegnum árin.

„Verðlaunin frá WWD eru enn ein staðfesting á því mikla frumkvöðla- og vísindastarfi sem hefur verið unnið hjá BIOEFFECT við að þróa og framleiða húðvörur í sérflokki. Verðlaunin eru mikilvæg meðmæli með vörum BIOEFFECT, nokkuð sem skiptir miklu máli í samkeppni á alþjóðlegum húðvörumarkaði,“ segir Liv Bergþórsdóttir forstjóri BIOEFFECT.