Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), segir það valda þeim miklum áhyggjum hvað laun hafa hækkað mikið en frekari hækkun er í kortunum vegna komandi kjaraviðræðna. Afkoma fyrirtækja í veitingarekstri hefur þá dregist saman og fleiri fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota það sem af er ári.

„Það getur ekki verið þróun sem neinn vill sjá, hvorki félög atvinnurekenda né verkalýðshreyfingin því að við skulum ekki gleyma því að þetta kallar bara á niðurskurð,“ segir Aðalgeir um þróunina en ljóst er að óbreytt staða muni hafa gríðarleg áhrif.

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), segir það valda þeim miklum áhyggjum hvað laun hafa hækkað mikið en frekari hækkun er í kortunum vegna komandi kjaraviðræðna. Afkoma fyrirtækja í veitingarekstri hefur þá dregist saman og fleiri fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota það sem af er ári.

„Það getur ekki verið þróun sem neinn vill sjá, hvorki félög atvinnurekenda né verkalýðshreyfingin því að við skulum ekki gleyma því að þetta kallar bara á niðurskurð,“ segir Aðalgeir um þróunina en ljóst er að óbreytt staða muni hafa gríðarleg áhrif.

„Ef fram heldur sem horfir þá á ég bara bágt með að sjá að það verði opið á sunnudögum eða jólunum eða hvað það er, því að kostnaðurinn hefur aukist svo gríðarlega fram yfir veltuna. Það hefur oft verið fjallað um það að með fjölgun ferðamanna og ástandinu núna að veltan hafi verið með meira móti og sé alltaf að hækka, en við megum hins vegar ekki gleyma að horfa á hina hliðina á peningnum því að það er auðvitað kostnaðurinn sem er gjörsamlega að kaffæra okkur.“

Staðan sem nú er uppi gefi ekki mikið tilefni til bjartsýni, ekki síst þegar það styttist í næstu kjaraviðræður, en Aðalgeir segir að þau séu hvergi nærri hætt þó að Félagsdómur hafi úrskurðað Eflingu í vil í kjaramáli sem samtökin höfðuðu á dögunum.

„Það er ekki í anda okkar veitingamanna að gefast upp. Við höldum auðvitað ótrauð áfram og ég trúi því að á endanum munum við fá eitthvað að segja um okkar örlög, sama hver þau verða.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudaginn. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.