Lyfjarisinn Merck & Co hefur samþykkt að kaupa líftæknifyrirtækið Imago BioSciences Inc. á 1,35 milljarða dala, eða sem nemur 190 milljörðum króna.
Lyfjarisinn Merck & Co hefur samþykkt að kaupa líftæknifyrirtækið Imago BioSciences Inc. á 1,35 milljarða dala, eða sem nemur 190 milljörðum króna.
Síðarnefnda fyrirtækið hefur meðal annars staðið að hönnun líftæknilyfs sem á að virka gegn blóðkrabbameini, en rannsókn lyfsins er í fasa II.
Merck hefur að undanförnu leitast eftir því að kaupa líftæknilyf sem lofa góðu og gætu skilað mikilli arðsemi fyrir félagið í framtíðinni.
Félagið festi kaup á líftæknifyrirtækinu Acceleron á síðasta ári. Þá var félagið um tíma í viðræðum um kaup á líftæknifyrirtækinu Seagen, kaup sem gengu þó ekki í gegn.