Icelandair Mid Atlantic ferðaþjónustusýningin fer fram í Laugardalshöll á morgun frá kl. 9-17. Töluverð eftirvænting hefur verið eftir sýningunni þar sem þrjú ár eru frá því hún var haldin síðast.

Mid Atlantic sýningin er nú haldin í 29. sinn og búist er við hátt í 1.000 þátttakendum frá 23 löndum. 200 básar verða settir upp í Laugardalshöll þar sem þátttakendur kynna vörur sínar og 5.434 fundir hafa verið bókaðir. Þá verða um um 20 erlendir blaðamenn viðstaddir.

Eliza Reid forsetafrú mætir á staðinn og mun ganga um svæðið með Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, og Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála, og spjalla við sýnendur og aðra gesti. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, mæti einnig.

Sýningin er hluti af framlagi Icelandair til íslenskrar ferðaþjónustu en flugfélagið telur að henni skapist mikilvægur vettvangur fyrir tengsl á milli ferðaskipuleggjanda og ferðaskrifstofa erlendis við íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Síðasta Icelandair Mid Atlantic sýningin var vel sótt.
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )