Minecraft, einn vinsælasti tölvuleikur heims, hefur nú selst í meira en 300 milljón eintökum á heimsvísu en tölvuleikjaframleiðandinn Mojang Studios greindi frá áfanganum um helgina. Til samanburðar hefur næst söluhæsti leikurinn, Grand Theft Auto V, selst í um 185 milljón eintökum.

Leikurinn hefur þá reynst vinsæll til áhorfs en Google áætlar að meira en billjón (þúsund milljarðar) manns hafi horft á YouTube myndbönd tengd leiknum.

Minecraft kom út árið 2011 en Microsoft keypti leikinn árið 2014 fyrir 2,5 milljarða dali.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði