Japanska stórfyrirtækið Mitsubishi Corporation ásamt þýska álframleiðslufyrirtækinu Trimet Aluminium verða samstarfsaðilar íslenska ráðgjafafyrirtækisins Arctus um bygingu álvers í fyrirhuguðum Áltæknigarði í Þorlákshöfn. Í tilkynningu félagsins kemur fram að fulltrúar þessara aðila hafa komið nokkrum sinnum hingað til lands og kynnt sér aðstæður í Ölfusi og rætt við orkufyrirtækin.


Bæði Mitsubishi og Trimet hafa lýst yfir miklum stuðningi við hugmynd Arctus um Áltæknigarðinn í Þorlákshöfn til að laða fyrirtæki í fullvinnslu áls hingað til lands. Þegar álverið er komið í rekstur mun það geta afhent til þessara fyrirtækja mismunandi álvörur og málmblöndur til fullvinnslu í fljótandi og föstu formi.


Arctus hefur þegar hafið kynningu á Áltæknigarðinum meðal nokkurra slíkra álframleiðslufyrirtækja erlendis. Hafa tvö fyrirtæki á þessu sviði óskað eftir nánari upplýsingu um Áltæknigarðinn með framleiðslu fyrir Evrópumarkað í huga. Öflug markaðsetning erlendis mun síðan hefjast þegar orkusamningar fyrir álverið liggja fyrir.


Í tilkynningu segir að rætt hafi verið við sendiherra Íslands í Kína, Japan og Indlandi í sambandi við áframhaldandi kynningu í þessum löndum. Á fundum fulltrúa Arctus, Mitsubishi og Trimet með Iðnaðarráðherra nýlega þá lýsti ráðherra yfir mikilli ánægju með markmið Arctus með fullvinnslufyrirtækin í Áltæknigarðinum. Sagt er að hvert tonn í fullvinnslu áls skapi um tíu sinnum fleirri, áhugaverðari og virðisaukandi störf en í álbræðslu.

Mitsubishi Corporation er eitt af stærri fyrirtækjum í Japan og þó víða væri leitað. Ársvelta Mitsubishi samsteypunnar er um 230 milljarðar dollarar. Þeir eiga hluta í fimm álverum víða um heim og kaupa og selja um 1.7 milljónir tonn af áli árlega. Trimet Aluminium er orðinn stærsti álframleiðandinn í Þýskalandi. Þeir eiga og reka tvö álver í Hamborg og Essen. Trimet hefur sérhæft sig í álvörum og málmblöndum fyrir fullvinnslufyrirtæki í áliðnaði um allan heim. Þeir framleiða og selja um 400 þús. tonn af álvörum árlega.


Verkefnisáætlun sú sem unnið er eftir gerir áð fyrir að hefja byggingu fyrsta hluta álversins árið 2009, sem gæti hafið rekstur árið 2011 og framleitt 60,000 árstonn. Orkuþörfin fyrir þennan fyrsta áfanga er aðeins 100 MW. Álverið verður síðan stækkað í áföngum allt eftir framboði og afhendingu á orku á tímabilinu 2012-2020, samhliða
uppbyggingu fyrirtækja í fullvinnslu áls og nauðsynlegra þjónustufyrirtækja. Arctus og erlendir samstarfsaðila þeirra hafa lagt mikla vinnu í verkefnið í Þorlákshöfn  undanfarin tvö ár og sem gengið hefur samkvæmt áætlun. Jákvæður áhugi bæjarstjóra Ölfuss, Ólafs Áka Ragnarssonar, og Kjartans Ólafssonar, alþingismanns og formanns Atvinnuþróunarnefndar SASS, hefur auðveldað skipulagsvinnuna verulega segir í tilkynningu.


Á fundi Bæjarstjórnar Ölfuss, þann 30. ágúst s.l. þá var einróma samþykkt erindi Arctus og samstarfsaðila þeirra um að hefja formlegar samningaviðræður um lóð fyrir áltæknigarð og álver, sem félagið fékk úthlutað í Ölfusi í nóvember s.l. og heppilega staðsetningu hennar.