Mat­fyrir­tækið Moo­dy‘s hefur breytt horfum sínum fyrir Kína úr stöðugum í nei­kvæðar.

Sam­kvæmt greiningu fyrir­tækisins er skulda­söfnun sveitar­fé­laga orðin það mikil að kín­verska ríkis­stjórnin mun neyðast til þess að veita þeim fjár­stuðning á næstunni.

Mun þetta valda gríðar­legum vand­ræðum fyrir kín­verska ríkið á sama tíma og efna­hagur landsins er í mikilli lægð.

Mat­fyrir­tækið Moo­dy‘s hefur breytt horfum sínum fyrir Kína úr stöðugum í nei­kvæðar.

Sam­kvæmt greiningu fyrir­tækisins er skulda­söfnun sveitar­fé­laga orðin það mikil að kín­verska ríkis­stjórnin mun neyðast til þess að veita þeim fjár­stuðning á næstunni.

Mun þetta valda gríðar­legum vand­ræðum fyrir kín­verska ríkið á sama tíma og efna­hagur landsins er í mikilli lægð.

Kín­verska ríkið heldur þó lánshæfiseinkunn sinni sem stendur í A1 en það mun vera fjórum stigum lægra en Aaa.

Moo­dy‘s segir hins vegar að skulda­söfnun sveitar­fé­laga sé orðin það mikil að ekki sé hægt að horfa fram hjá henni lengur.

The Wall Street Journal greinir frá því að hag­fræðingar hafa varað við því að fjöl­mörg sveitar­fé­lög munu lenda í teljandi vand­ræðum með greiða af lánum sínum. Mun það leiða til mikils taps hjá lána­stofnunum og skulda­bréfa­fjár­festum.