Dótturfyrirtæki Pipar\TBWA í Noregi, SDG\TBWA, hefur unnið alþjóðlega samkeppni um uppbyggingu á nýju vörumerki, staðfærslu og markaðssetningu á kanadískum sjávarútvegi. Verkefnið er unnið fyrir Atlantic Groundfish Counsil, samtök sjávarútvegsfyrirtækja á austurströnd Kanada.

„Þetta var mjög stór samkeppni nokkurra alþjóðlegra stofa og markaðsfyrirtækja. Ferlið stóð yfir í um sex vikur og mikið gleðiefni þegar stofan okkar var valin,” segir Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar\TBWA og framkvæmdastjóri SDG\TBWA í Noregi.

Fréttir af sigri SDG\TBWA í samkeppninni hafa meðal annars vakið athygli í Noregi og hefur verið fjallað um það í norskum fjölmiðlum.

Verkefnið var unnið í samvinnu milli stofur fyrirtækjanna í Noregi og Íslandi ásamt TBWA í Kaupmannahöfn sem vinnur einnig mikið með fyrirtækinu.

„Við höfðum á þessum tíma nýlokið við sameiginlega Evrópuherferð fyrir danska síld. Við hófum ferilinn með stórri stefnumótavinnu sem við héldum miðsvæðis fyrir sem flesta sem þurftu að koma að verkefninu og varð því Brussel fyrir valinu,“ segir Valgeir jafnframt.