Elon Musk, forstjóri Tesla, sér fyrir sér að félagið hanni rafbíl sem feli í sér 50% lægri framleiðslukostnað samanborið við núverandi rafbílategundir félagsins.

Þetta sagði hann á ráðstefnu á vegum bandaríska fjárfestingarbankans Morgan Stanley.

Tesla hefur lengi stefnt að því að bjóða upp á rafbíl á aðeins 25 þúsund dali, eða um 3,5 milljónir króna, án þess þó að draga úr framlegð félagsins.