Ársfundur Samál var haldinn í Norðurljósum Hörpu fimmtudaginn 25. maí. Áhersla var lögð á nýsköpun, sjálfbærni og loftslagsmál.

Rannveig Rist hóf fundinn á því að tala um stöðu og horfur í áliðnaði. Þar kom fram að útflutningstekjur íslenskra álvera námu um 400 milljörðum eða um fjórðungi útflutningstekna þjóðarbúsins og hafa aldrei verið hærri.

„Ef horft er til innlends kostnaðar álveranna þá nam hann 174 milljörðum eða 44% af heildartekjum álvera. Á hverju ári kaupa álver vörur og þjónustu af hundruðum innlendra fyrirtækja og eiga sum hver fjöregg sitt undir þeim viðskiptum,“ segir Rannveig.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, loftslags og orkumálaráðherra sagði var einnig viðstaddur og sagði fólkið í salnum vera lykilfólk þegar kemur að því að ná árangri í loftslagsmálum.

Myndatökumaðurinn Birgir Ísleifur var á staðnum og myndaði samkomuna.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir var fundarstjóri, en hún var að láta af störfum sem upplýsingafulltrúi Norðuráls og taka við stöðu framkvæmdastjóra Austurbrúar.
© Birgir Ísl./HAG (Birgir Ísl./HAG)
Árni Sigurjónsson, stjórnarformaður SI, Gunnar Guðlaugsson forstjóri Norðuráls og Eyjólfur Árni Rafnsson stjórnarformaður SA.
© Birgir Ísl./HAG (Birgir Ísl./HAG)
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Dagmar Ýr Stefánsdóttir í pallborði um nýsköpun.
© Birgir Ísl./HAG (Birgir Ísl./HAG)
Eyjólfur Árni Rafnsson, stjórnarformaður SA, Rannveig Rist, forstjóri ISAL, Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI og Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi ISAL.
© Birgir Ísl./HAG (Birgir Ísl./HAG)
Finnur Marinó Flosason og Þorsteinn Ingi Magnússon hjá Norðuráli.
© Birgir Ísl./HAG (Birgir Ísl./HAG)
Brynja Silness Al álvinnslu og Guðrún Þóra Magnúsdóttir ISAL.
© Birgir Ísl./HAG (Birgir Ísl./HAG)
Guðlaugur Þór Þórðarson, Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
© Birgir Ísl./HAG (Birgir Ísl./HAG)
Margrét Rós Gunnarsdóttir og Steinunn Dögg Steinsen frá Norðuráli.
© Birgir Ísl./HAG (Birgir Ísl./HAG)
Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður sýndi og ræddi muni sem hún hefur hannað úr áli.
© Birgir Ísl./HAG (Birgir Ísl./HAG)
Rannveig Rist, Pétur Blöndal og Dagmar Ýr Stefánsdóttir.
© Birgir Ísl./HAG (Birgir Ísl./HAG)
Rannveig Rist, forstjóri Isal og stjórnarformaður Samáls, ræddi stöðu og horfur í íslenskum áliðnaði.
© Birgir Ísl./HAG (Birgir Ísl./HAG)
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri OR, Kristján F. Alexandersson og Sunna Wallevik frá Álviti og Gerosion og Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls.
© Birgir Ísl./HAG (Birgir Ísl./HAG)
Fjölmennt var á ársfundi Samáls.
© Birgir Ísl./HAG (Birgir Ísl./HAG)