Birna Kristrún Halldórsdóttir vinnusálfræðingur notar aðferðina LEGO Serious Play í starfi sínu sem ráðgjafi hjá mannauðs- og ráðgjafarfyrirtækinu Attentus. Að sögn Birnu eru LEGO-kubbarnir frábær leið til að bæta frammistöðu fyrirtækja og ýta undir nýsköpun.

„Ég kynntist aðferðinni þegar ég fluttist með fjölskyldu minni til Danmerkur þegar maðurinn minn fékk vinnu hjá LEGO og ég hóf störf hjá Legolandi. Á árunum sem við bjuggum úti lærði ég  mikið um leik og mikilvægi þess að læra í gegnum leik, ekki einungis fyrir börn heldur líka fyrir okkur fullorðna fólkið,“ segir Birna

Aðferð sem ýtir undir nýsköpun

Að sögn Birnu er LEGO Serious Play framsækin aðferð sem var hönnuð til að ýta undir nýsköpun og bæta frammistöðu fyrirtækja en aðferðin byggir á rannsóknum á sviði sálfræði, taugafræði, atferlisfræði o.fl. „Þetta er leiðbeinandi aðferð þar sem þátttakendur eru leiddir í gegnum röð spurninga sem hafa það að markmiði að kafa dýpra og dýpra í umræðuefni tengd vinnustofunni hverju sinni,“ útskýrir Birna.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Skuldasöfnun í kanadíska hagkerfinu.
  • Viðtal við Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra bankasviðs Íslandsbanka.
  • Fjallað er um áherslumál stjórnmálaflokka í efnahagsmálum.
  • Regluverk lífeyrissjóðanna bjagar verðmyndun og áhættustýringu á skuldabréfamarkaði.
  • Rætt er við Þorkel Sigurðsson sem gagnrýnir þá harðlega sem vilja flytja Landspítalann á nýjan stað.
  • Ítarlegt viðtal við Ásgeir Jónsson, forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands.
  • Umfjöllun um líkamsræktarmarkaðinn á Íslandi.
  • Rætt er við stofnanda fjölskyldufyrirtækis sem framleiðir fullútbúin timburhús.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um Dýrin í Hálsaskógi.
  • Óðinn skrifar um dýr kosningaloforð.