Ráðgjafar- og almannatengslafélagið KOM var rekið með 11 milljóna króna tapi í fyrra en félagið var rekið með 13 milljóna hagnaði árið áður.

Rekstrartekjur námu 112 milljónum króna og drógust saman um 12 milljónir milli ára.

KOM er í eigu framkvæmdastjóra félagsins, Björgvins Guðmundssonar, borgarfulltrúans Friðjóns R. Friðjónssonar og Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra miðla hjá Símanum. Hver um sig á þriðjungshlut í félaginu.

Lykiltölur / KOM

2022 2021
Tekjur 112  124
Eignir 63  50
Eigið fé 17  27
Afkoma -11 13
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.