Svissneski súkkulaðiframleiðandinn Nestlé spáir minni söluvexti á þessu ári í ljósi verðhækkana og breyttum neysluvenjum viðskiptavina.

Fyrirtækið býst við því að salan muni aukast um 4% á þessu ári, miðað við 7,2% árið 2023 og undir þeim 4,7% væntingum sem Nestlé gerði ráð fyrir.

„Fordæmalaus verðbólga undanfarin tvö ár hefur aukið þrýsting á neytendur og haft áhrif á eftirspurn eftir mat- og drykkjarvörum,“ segir Mark Schneider, forstjóri Nestlé.

Matvælaframleiðendur hafa undanfarin tvö ár hækkað verð sín til að koma til móts við hækkandi rekstrarkostnað og hefur það oftar en ekki skilað sér í formi verðhækkana til neytenda. Þar sem fjárhagsstaða neytenda hefur hins vegar versnað hafi sumir einfaldlega hætt að kaupa ákveðnar vörur.

Hlutabréf Nestlé í Evrópu hafa nú lækkað um 4% og lýstu sérfræðingar síðasta ársfjórðungi hjá fyrirtækinu sem svekkjandi.