Nintendo Switch leikjatölvan, sem var fyrst gefin út árið 2017, er ein söluhæsta leikjatölva allra tíma en nú er farið að hrikta í stoðum.

Sala leikjatölvanna dróst saman um 22% á síðast ári samanborið við árið á undan. Hefur það leitt til þess að kallað hefur verið eftir því að japanski tölvuleikjaframleiðandinn gefi út nýja leikjatölvu sem leysir Switch af hólmi og gleðji þannig tölvuleikjaspilara og fjárfesta.

Nintendo seldi 18 milljónir Switch leikjatölva í fyrra og hefur frá árinu 2017 alls selt 125,6 milljónir stykkja af henni á heimsvísu.