Nintendo hefur hækkað afkomuspá sína í ljósi betri sölutalna á Switch-leikjatölvu og hugbúnaði fyrirtækisins. Sölur á leikjatölvunum hækkuðu meira en búist var við á síðasta ári, að hluta til vegna velgengi Super Mario Bros kvikmyndarinnar.

Japanski tölvuleikjaframleiðandinn spáir því nú að hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs muni hækka um 1,7% í tæpa 3 milljarða dali, samanborið við fyrri spá sem áætlaði 3% lækkun.

Nintendo hefur hækkað afkomuspá sína í ljósi betri sölutalna á Switch-leikjatölvu og hugbúnaði fyrirtækisins. Sölur á leikjatölvunum hækkuðu meira en búist var við á síðasta ári, að hluta til vegna velgengi Super Mario Bros kvikmyndarinnar.

Japanski tölvuleikjaframleiðandinn spáir því nú að hagnaður fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs muni hækka um 1,7% í tæpa 3 milljarða dali, samanborið við fyrri spá sem áætlaði 3% lækkun.

Nintendo býst við að selja 15,5 milljónir Switch-leikjatölva á þessu ári eða tæplega 500 þúsund fleiri en spár gerðu ráð fyrir. Hagnaður fyrirtækisins síðustu níu mánuði 2023 var einnig 18% meiri miðað við sama tímabil árið 2022.

Vinsældir Super Mario Bros kvikmyndarinnar, ásamt meiri sölu á tölvuleiknum The Legend of Zelda: Tears of the Kingdom, hafa jafnframt aukið tekjur Nintendo um 7,7%.

Fréttamiðillinn Wall Street Journal segir að hlutabréf Nintendo hafa náð nýjum hæðum undanfarnar vikur og býst við að tölvuleikjarisinn muni halda áfram traustum hagnaði.