Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,2% í 3,6 milljarða króna viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Hlutabréf átta félaga lækkuðu og bréf átta félaga hækkuðu á aðalmarkaði í dag.

Nova hækkaði mest allra félaga á aðalmarkaði eða um 4,2% í 80 milljón króna veltu. Gengi Nova stendur nú í 3,94 krónum á hlut.

Þá hækkaði hlutabréfaverð Festi um 2,2% og Sjóvá um 1,8%.

Icelandair lækkaði mest allra félaga Kauphallarinnar eða um 2,2% í 156 milljóna króna veltu. Gengi Icelandair stendur nú í 1,76 krónum á hlut.

Á First North markaðnum var mesta veltan með hlutabréf Play sem hækkuðu um 3,1% í dag. Gengi flugfélagsins stendur nú í 13,4 krónum á hlut.