Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nýjan viðskiptahraðal, Startup SuperNova, sem hefur göngu sína í byrjun júní. Tíu sprotafyrirtæki verða valin til þátttöku og mun hvert þeirra hljóta fjárstyrk að upphæð einni milljón króna, fá aðgang að vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar reyndra frumkvöðla, fjárfesta, stjórnenda og ráðgjafa.
Hraðallinn verður samstarfsverkefni Icelandic Startups og Nova. Með aðkomu sinni vill Nova stuðla að stofnun nýrra fyrirtækja og fjölgun atvinnutækifæra, nú þegar efnahagsleg áhrif COVID-19 faraldursins skella á af fullum þunga.
Startup SuperNova hraðallinn verður starfræktur í 10 vikur yfir sumartímann, frá júní til ágúst þegar honum lýkur með svokölluðum fjárfestadegi þar sem fyrirtækin kynna sig fyrir fjárfestum. Hraðallinn verður flaggskipið í starfsemi Icelandic Startups, sem sérhæfir sig í að hjálpa frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum.
Hafa aðstöðu í nýju hugmyndahúsi í Vatnsmýri
Fjölmörg fyrirtæki, sem tekið hafa þátt í sumarlöngum viðskiptahraðli Icelandic Startups undandarin ár, hafa í kjölfarið fengið fjármagn frá innlendum og erlendum vísisjóðum. Nefna má til dæmis Authenteq, Kaptio, Activity Stream, Florealis, Jurt Hydroponics og Keynatura, sem öll eru starfandi í dag. Einnig hafa fyrirtæki eins og Meniga, Controlant, Solid Clouds, eTactica og Videntifier stigið sín fyrstu skref undir handleiðslu Icelandic Startups.
Til framtíðar mun Startup SuperNova hafa aðstöðu í Grósku hugmyndahúsi, sem verið er að leggja lokahönd á í Vatnsmýrinni. Húsinu er ætlað að vera vettvangur nýsköpunar þar sem leiðir háskólasamfélagsins og atvinnulífsins skarast. Meðal annarra sem verða í húsinu eru CCP, vísindagarðar Háskóla Íslands og Icelandic Startups. Þá verður þar fjölbreytt þjónusta, líkamsræktarstöð, verslun, kaffihús og svæði fyrir viðburðahald.
„Við erum að búa til nýja hraðleið fyrir snjallt og skapandi fólk að framkvæma góðar hugmyndir - hvort sem er á sviði tækni eða öðrum sviðum,“ er haft eftir Margréti Tryggvadóttur , forstjóra Nova, í fréttatilkynningu hraðalsins. „Í sameiningu getum við gert margt og Nova vill leggja sitt af mörkum við að búa til ný tækifæri og ný störf. Við hjá Nova viljum vera fyrst með nýjungar, hvort sem það er 5G, sjálfvirkni eða ný tæki.“
„Við erum ótrúlega ánægð með að fá Nova af krafti inn í nýsköpunarumhverfið. Þörfin fyrir að efla nýsköpun í íslensku atvinnulífi hefur aldrei verið meiri,“ segir Salóme Guðmundsdóttir , framkvæmdastjóri Icelandic Startups. „Nova og Icelandic Startups hafa unnið saman í fjölmörg ár þar sem Nova hefur verið bakhjarl Gulleggsins en Startup SuperNova er töluvert umfangsmeira verkefni.“
„Við höfum áður starfrækt sambærilega hraðla en ætlum núna að þróa þetta enn lengra, bæði út frá okkar fyrri reynslu og líka í takt við ný samskiptanorm. Mikill metnaður er lagður í verkefnið og horft til þess sem best gerist erlendis. Í staðinn fyrir að Nova eignist hlut í fyrirtækjunum þá fá þau beinan fjárstyrk. Þannig verða vonandi til fleiri verðmæt störf og framtíðar útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið,“ segir Salóme.
„Það eru gleðitíðindi að fá þennan öfluga hraðal Startup SuperNova inn í Grósku, hús sem er einstakt í sinni röð á Íslandi. Hugmyndin er að Gróska verði suðupottur nýsköpunar hvort heldur er fyrir einyrkja eða fjölmenn fyrirtæki,“ segir Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar í Grósku.
„Við ætlum að bjóða fólki upp á allt sem það þarf í sínu daglega lífi; við verðum til dæmis með mathöll, kaffihús, tónleikasal og líkamsræktarstöð í húsinu. Reynslan sýnir að það skiptir máli fyrir frumkvöðla að vera í kringum annað fólk í sömu hugleiðingum og við teljum að húsið geti virkað eins og stökkpallur,“ segir Sigurður.
Umsóknir skulu berast á startupsupernova.is en umsóknarfrestur er 10. júní.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nýjan viðskiptahraðal, Startup SuperNova, sem hefur göngu sína í byrjun júní. Tíu sprotafyrirtæki verða valin til þátttöku og mun hvert þeirra hljóta fjárstyrk að upphæð einni milljón króna, fá aðgang að vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar reyndra frumkvöðla, fjárfesta, stjórnenda og ráðgjafa.
Hraðallinn verður samstarfsverkefni Icelandic Startups og Nova. Með aðkomu sinni vill Nova stuðla að stofnun nýrra fyrirtækja og fjölgun atvinnutækifæra, nú þegar efnahagsleg áhrif COVID-19 faraldursins skella á af fullum þunga.
Startup SuperNova hraðallinn verður starfræktur í 10 vikur yfir sumartímann, frá júní til ágúst þegar honum lýkur með svokölluðum fjárfestadegi þar sem fyrirtækin kynna sig fyrir fjárfestum. Hraðallinn verður flaggskipið í starfsemi Icelandic Startups, sem sérhæfir sig í að hjálpa frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum.
Hafa aðstöðu í nýju hugmyndahúsi í Vatnsmýri
Fjölmörg fyrirtæki, sem tekið hafa þátt í sumarlöngum viðskiptahraðli Icelandic Startups undandarin ár, hafa í kjölfarið fengið fjármagn frá innlendum og erlendum vísisjóðum. Nefna má til dæmis Authenteq, Kaptio, Activity Stream, Florealis, Jurt Hydroponics og Keynatura, sem öll eru starfandi í dag. Einnig hafa fyrirtæki eins og Meniga, Controlant, Solid Clouds, eTactica og Videntifier stigið sín fyrstu skref undir handleiðslu Icelandic Startups.
Til framtíðar mun Startup SuperNova hafa aðstöðu í Grósku hugmyndahúsi, sem verið er að leggja lokahönd á í Vatnsmýrinni. Húsinu er ætlað að vera vettvangur nýsköpunar þar sem leiðir háskólasamfélagsins og atvinnulífsins skarast. Meðal annarra sem verða í húsinu eru CCP, vísindagarðar Háskóla Íslands og Icelandic Startups. Þá verður þar fjölbreytt þjónusta, líkamsræktarstöð, verslun, kaffihús og svæði fyrir viðburðahald.
„Við erum að búa til nýja hraðleið fyrir snjallt og skapandi fólk að framkvæma góðar hugmyndir - hvort sem er á sviði tækni eða öðrum sviðum,“ er haft eftir Margréti Tryggvadóttur , forstjóra Nova, í fréttatilkynningu hraðalsins. „Í sameiningu getum við gert margt og Nova vill leggja sitt af mörkum við að búa til ný tækifæri og ný störf. Við hjá Nova viljum vera fyrst með nýjungar, hvort sem það er 5G, sjálfvirkni eða ný tæki.“
„Við erum ótrúlega ánægð með að fá Nova af krafti inn í nýsköpunarumhverfið. Þörfin fyrir að efla nýsköpun í íslensku atvinnulífi hefur aldrei verið meiri,“ segir Salóme Guðmundsdóttir , framkvæmdastjóri Icelandic Startups. „Nova og Icelandic Startups hafa unnið saman í fjölmörg ár þar sem Nova hefur verið bakhjarl Gulleggsins en Startup SuperNova er töluvert umfangsmeira verkefni.“
„Við höfum áður starfrækt sambærilega hraðla en ætlum núna að þróa þetta enn lengra, bæði út frá okkar fyrri reynslu og líka í takt við ný samskiptanorm. Mikill metnaður er lagður í verkefnið og horft til þess sem best gerist erlendis. Í staðinn fyrir að Nova eignist hlut í fyrirtækjunum þá fá þau beinan fjárstyrk. Þannig verða vonandi til fleiri verðmæt störf og framtíðar útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið,“ segir Salóme.
„Það eru gleðitíðindi að fá þennan öfluga hraðal Startup SuperNova inn í Grósku, hús sem er einstakt í sinni röð á Íslandi. Hugmyndin er að Gróska verði suðupottur nýsköpunar hvort heldur er fyrir einyrkja eða fjölmenn fyrirtæki,“ segir Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar í Grósku.
„Við ætlum að bjóða fólki upp á allt sem það þarf í sínu daglega lífi; við verðum til dæmis með mathöll, kaffihús, tónleikasal og líkamsræktarstöð í húsinu. Reynslan sýnir að það skiptir máli fyrir frumkvöðla að vera í kringum annað fólk í sömu hugleiðingum og við teljum að húsið geti virkað eins og stökkpallur,“ segir Sigurður.
Umsóknir skulu berast á startupsupernova.is en umsóknarfrestur er 10. júní.