Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk er orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu og er nú orðið stærra en franska lúxussamsteypan LVMH. Hlutabréf í Novo Nordisk hækkuðu umtalsvert eftir að fyrirtækið kynnti megrunarlyfið Wegovy inn á breskan markað.

Við lokun markaðar á í gær voru hlutabréf Novo Nordisk metin á 428 milljarða dala.

Lyfið Wegovy er megrunarlyf sem er tekið einu sinni í viku og lætur einstakling halda að hann sé þegar saddur, sem verður til þess að hann borði minna og nær þar með að léttast. Wegovy er nú fáanlegt hjá ríkisreknu NHS-þjónustunni og einnig á hinum almenna markaði.

Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk er orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu og er nú orðið stærra en franska lúxussamsteypan LVMH. Hlutabréf í Novo Nordisk hækkuðu umtalsvert eftir að fyrirtækið kynnti megrunarlyfið Wegovy inn á breskan markað.

Við lokun markaðar á í gær voru hlutabréf Novo Nordisk metin á 428 milljarða dala.

Lyfið Wegovy er megrunarlyf sem er tekið einu sinni í viku og lætur einstakling halda að hann sé þegar saddur, sem verður til þess að hann borði minna og nær þar með að léttast. Wegovy er nú fáanlegt hjá ríkisreknu NHS-þjónustunni og einnig á hinum almenna markaði.

Wegovy hefur náð miklum vinsældum í Hollywood eftir að það var samþykkt árið 2021.
© epa (epa)

Wegovy og Ozempic, sem hafa svipuð áhrif, hafa verið kölluð „kraftaverkjalyf“ en heimsfrægt fólk á borð við Elon Musk eru sögð taka lyfin. Wegovy hefur einnig náð miklum vinsældum í Hollywood eftir að lyfið var samþykkt af bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitinu árið 2021.

Sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að lyfið sé ekki skyndilausn sem kemur í staðinn fyrir heilbrigt mataræði og hreyfingu. Samkvæmt rannsóknum hafa notendur þyngst á ný eftir að meðferð hefur verið hætt.

Sophie Lund-Yates, hlutabréfasérfræðingur hjá Hargreaves Landsdown, sagði í viðtali við fréttastofuna BBC að fyrirtækið hafi orðið einstaklega hissa og hefur sagst vera „fórnarlamb eigin velgengni.“

„Það er ekki algengt að sjá lyfjafyrirtæki svo rótgróin í dægurmenningu og er fólk að segja að við þurfum að stíga skref til baka og tryggja að lyfið sé notað á viðeigandi og ábyrgan hátt. Með svona mikilli hrifningu á lyfi ert þú að hætta á mikið áfall í framtíðinni.“

Samkvæmt OECD glímir einn af hverjum þremur Bretum við offitu, sem er hæsta tíðni í Evrópu. Sérfræðingar segja að þó svo að það eigi enn eftir að rannsaka lyfið betur þá séu niðurstöður lyfsins marktækar en Wegovy hefur einnig náð að draga úr hættu á heilablóðfalli og hjartaáfalli.