Nox Medical hagnaðist um 6,8 milljónir evra, eða um einum milljarði króna, á síðasta ári en afkoma félagsins meira en tvöfaldaðist frá fyrra ári. Auk veltuaukningar skýrist afkoman af jákvæðum gengismun. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði út arður til hluthafa allt að 5 milljónum evra eða sem nemur ríflega 700 milljónum króna.

Velta íslenska lækningatækjafyrirtækisins, jókst um 22,7% á milli ára og nam 21,2 milljónum evra, eða um 3,2 milljörðum króna. Um er að ræða besta rekstrarár í sögu Nox Medical. Í skýrslu stjórnar í nýbirtum ársreikningi segir að Covid-19 faraldurinn hafi hrist upp í heilbrigðiskerfum og þvingað rekstraraðila til að endurskoða verklag í sinni starfsemi.

Sjá einnig: Bæta svefnheilsu mannkyns

„Það sama er að gerast í tengslum við svefn læknisþjónustu þar sem sumar svefnrannsóknarstöðvar hafa neyðst til að loka þar sem ekki var um bráðaþjónustu að ræða og nálægð sjúklings og starfsmanna mikil. Þess vegna hefur skapast brýn þörf rekstraraðila að geta framkvæmt svefnmælingar í heimahúsi sjúklings. Í kjölfarið hefur eftirspurn eftir heima mælibúnaði Nox Medical aukist. Það má því segja að COVID19 hafi flýtt þeirri þróun sem að sýn stjórnenda Nox stóð til og haft jákvæð áhrif á rekstur félagsins.“

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið en í blaðinu er einnig fjallað um:

  • Kristrún Frostadóttir selur í Kviku.
  • Eftir metár hjá Festi var Eggert Þór forstjóra sagt upp störfum.
  • Um 300 hótelherbergi bætast við á höfuðborgarsvæðinu á næstu mánuðum.
  • Hoobla hjálpar sérfræðingum á Íslandi að finna sér verkefni.
  • Vaxtakjör vinsælustu íbúðalána Landsbankans eru orðin betri en bæði samkeppnisaðila og bankans sjálfs.
  • Sérfræðingar eiga von á hækkandi leiguverði á næstunni.
  • Rætt er við Áslaugu S. Hafsteinsdóttur, nýjan forstöðumann hjá Controlant.
  • Stutt er í að skattur á hreina rafbíla hækki verulega.
  • Fjölmiðlarýnir fjallar um veiðigjald sem óendanlega uppsprettu frekari ríkisútgalda, leiguþak og kynjatvíhyggju
  • Óðinn fjallar um tilnefninganefndir og ákvörðun stjórnar Festi um að leysa forstjórann frá störfum.
  • Týr fjallar um leigubílstjóra sem hann telur vera úti að aka.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði