Gamalt hús í Brákarey í Borgarnesi hefur öðlast nýtt líf sem veislusalur en hið svokallaða Grímshús var upprunalega byggt árið 1942 sem áhaldageymsla og skrifstofa fyrir samvinnufélagið Grímur.

Eftir aldamót stóð til að rífa húsið en nokkrir Borgnesingar sættu sig ekki við þau áform og stofnuðu Grímshúsfélagið. Félagið var meðal annars sett saman af áhugamönnum um útgerðina í Borgarnesi sem gáfu út bókina Víst þeir sóttu sjóinn árið 2011.

Í rúman áratug vann félagið að því að endurbæta húsið, skipta um þak og koma nýrri klæðingu á það. Framkvæmdirnar reyndust dýrari en upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir og endaði félagið í talsverðri skuld við verktakann sem tók verkefnið að sér.

Grímshúsfélagið náði þó að bjarga húsinu sem endaði í umsjón Borgarbyggðar og á síðasta ári var langtíma leigusamningur undirritaður við Hlyn Þór Ragnarsson, eiganda BARA Ölstofu Lýðveldisins, sem notar húsið sem veislusal.

Gamalt hús í Brákarey í Borgarnesi hefur öðlast nýtt líf sem veislusalur en hið svokallaða Grímshús var upprunalega byggt árið 1942 sem áhaldageymsla og skrifstofa fyrir samvinnufélagið Grímur.

Eftir aldamót stóð til að rífa húsið en nokkrir Borgnesingar sættu sig ekki við þau áform og stofnuðu Grímshúsfélagið. Félagið var meðal annars sett saman af áhugamönnum um útgerðina í Borgarnesi sem gáfu út bókina Víst þeir sóttu sjóinn árið 2011.

Í rúman áratug vann félagið að því að endurbæta húsið, skipta um þak og koma nýrri klæðingu á það. Framkvæmdirnar reyndust dýrari en upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir og endaði félagið í talsverðri skuld við verktakann sem tók verkefnið að sér.

Grímshúsfélagið náði þó að bjarga húsinu sem endaði í umsjón Borgarbyggðar og á síðasta ári var langtíma leigusamningur undirritaður við Hlyn Þór Ragnarsson, eiganda BARA Ölstofu Lýðveldisins, sem notar húsið sem veislusal.

Nánar er fjallað um Grímshús í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.