Tveir íbúar Kaliforníu-ríkis hafa fengið sig fullsadda af langri og kostnaðarsamri bið eftir eftirsóttu Birkin-töskunum frá franska lúxusmerkinu Hermés og boðað hópmálsókn.

Þau Tina Cavalleri og Mark Glinoga, sem bæði höfðu beðið lengi eftir tækifæri til að kaupa Birkin-tösku og eytt tugum þúsunda dala, lögðu fram gögn í málinu til dómstóls í San Fransisco á dögunum.

Tveir íbúar Kaliforníu-ríkis hafa fengið sig fullsadda af langri og kostnaðarsamri bið eftir eftirsóttu Birkin-töskunum frá franska lúxusmerkinu Hermés og boðað hópmálsókn.

Þau Tina Cavalleri og Mark Glinoga, sem bæði höfðu beðið lengi eftir tækifæri til að kaupa Birkin-tösku og eytt tugum þúsunda dala, lögðu fram gögn í málinu til dómstóls í San Fransisco á dögunum.

Segja þau að Hermés selji aðeins töskurnar til viðskiptavina sem eyði himinháum upphæðum í aðrar vörur merkisins en slíkt brjóti gegn samkeppnislögum.

Hermés gefur ekki upp hversu margar töskur eru framleiddar árlega en notaðar töskur hafa selst á tugi og jafnvel hundruð þúsunda dala.