Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er nú sagður í viðræðum við streymisþjónustuna Netflix um gerð sjónvarpsþáttar.

Á vef Financial Times segir að efni þáttanna gætu verið kappræður eða heimildarþættir. Enginn samningur liggur formlega fyrir en Obama hjónin hafa einnig verið í viðræðum við Apple og Amazon um gerð svipaðs efnis.

Ef Netflix hlýtur samninginn við Obama hjónin er það talið til marks um að völdin og áhrifin séu að færast til efnisveita á netinu og frá hinum hefðbundnari sjónvarpsmiðlum.