Kari Olrud Moen er framkvæmdastjóri Finans Norge, norskra systursamtaka Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) en hún tók við starfinu fyrir rúmu ári síðan. Hún hefur margra áratuga reynslu af störfum á fjármálamarkaði, bæði hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum. Hún gegndi meðal annars stöðu ráðuneytisstjóra í norska fjármálaráðuneytinu í tvígang, á tímabilinu 2001-2005 og svo aftur á árunum 2020-2021. Þá sat hún í framkvæmdastjórn DNB, stærsta banka Noregs, á árunum 2006-2017 og starfaði sem ráðgjafi hjá McKinsey á árunum 1999-2001. Að auki hefur hún setið í hinum ýmsu stjórnum, meðal annars hjá Norwegian Scjool of Economics, Tryggingasjóði bankainnistæðna í Noregi og Summa Equity.

Kari Olrud Moen er framkvæmdastjóri Finans Norge, norskra systursamtaka Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) en hún tók við starfinu fyrir rúmu ári síðan. Hún hefur margra áratuga reynslu af störfum á fjármálamarkaði, bæði hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum. Hún gegndi meðal annars stöðu ráðuneytisstjóra í norska fjármálaráðuneytinu í tvígang, á tímabilinu 2001-2005 og svo aftur á árunum 2020-2021. Þá sat hún í framkvæmdastjórn DNB, stærsta banka Noregs, á árunum 2006-2017 og starfaði sem ráðgjafi hjá McKinsey á árunum 1999-2001. Að auki hefur hún setið í hinum ýmsu stjórnum, meðal annars hjá Norwegian Scjool of Economics, Tryggingasjóði bankainnistæðna í Noregi og Summa Equity.

Kari heldur erindi á SFF deginum. Hún segir mikinn heiður að fá að flytja erindi á fundinum og að hafa fengið boð til Íslands í tilefni þess að 150 ár séu liðin frá upphafi innlendrar reglusetningar um fjármálafyrirtæki hér á landi. „Í erindi mínu mun ég leggja áherslu á sameiginlega sögu og hlutverk Norðmanna og Íslendinga sem samherjar í samskiptum við Evrópusambandið (ESB) í gegnum EES samstarfið. Okkar sameiginlegi ótti er að Evrópusambandið leggi minna vægi á samninginn ef EES/EFTA löndunum mistekst að halda í við þróun laga og reglugerða á vegum ESB. Það er því mikilvægt að við stöndum saman og eigum í góðu samtali um helstu stefnumál ESB.“

Umræðan orðin yfirvegaðri og staðreyndadrifnari

Kari bendir á að töluverð áhersla hafi verið lögð á aukna stærðarhagkvæmni í fjármálaþjónustu á heimsvísu undanfarin ár. Í Noregi hafi verið nokkuð um samruna á síðustu árum innan fjármálageirans, þá sérstaklega bankageirans. „Síðasta árið hefur umræðan í Noregi því að mestu snúist um stöðu samkeppnismála í bankageiranum,“ segir hún og bætir við:

„Þegar norski Seðlabankinn hækkaði stýrivexti til að bregðast við vaxandi verðbólgu jukust útlánsvextir um leið og útlánavöxtur dróst saman. Sparnaður heimilanna jókst verulega í heimsfaraldrinum en innlánsvextir jukust ekki jafn hratt og útlánsvextir. Þar af leiðandi hefur arðsemi bankanna verið óvenju mikil. Norskt bankakerfi hefur sökum þessa legið undir ásökunum um að þetta sé bein afleiðing af samkeppnisskorti, m.a. frá stjórnmálafólki sem sér þetta sem kjörið tækifæri til að þóknast almenningsálitinu.“

Aftur á móti hafi tekist að snúa umræðunni í ákjósanlegri farveg með því að benda á að á undanförnum árum hafi vaxtamunur verið sögulega lítill, markaðir verið mjög kvikir og samþjöppun lítil. „Okkar tilfinning er sú að umræðan í dag sé mun yfirvegaðri en áður og byggi í auknum mæli á staðreyndum.“

Öflug innlend fjármálakerfi skipta sköpum

Kari segir mikilvægt fyrir efnahagslegt sjálfstæði ríkja og hagsæld að hafa öflug innlend fjármálakerfi sem geti þjónað þörfum atvinnulífs og heimila. „Það skiptir sköpum fyrir ríki að hafa öflug innlend fjármálakerfi,“ segir Kari og nefnir dæmi frá heimalandinu sem endurspeglar mikilvægi öflugs innlends fjármálakerfis. „Í Noregi erum við líkt og svo mörg önnur ríki að ganga í gegnum umskipti með það að markmiði að verða kolefnishlutlaust samfélag. Fyrir hagkerfi líkt og það norska, sem er háð tekjum af olíu og gasi, er ekki hægt að fjármagna ný og sjálfbær viðskiptamódel án sterks fjármálaiðnaðar sem getur staðið af sér öll þau áföll sem við munum standa frammi fyrir í framtíðinni.“

Nánar er fjallað um málið í sérblaði Viðskiptablaðsins um SFF daginn sem haldinn er í dag. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.