Fyrir fimm dögum síðan náðu OPEC+ ríkin sam­komu­lagi um að draga úr olíu­fram­leiðslu um sem nemur einni milljón tunna á dag. Sádi-Arabía á­kvað einnig að fram­lengja eigin skerðingu sem hljóðar upp á sam­bæri­legt magn.

Sér­fræðingar á olíu­markaði bjuggust við því að þetta myndi ýta olíu­verði upp þar sem skerðingarnar koma ofan í aukin átök í Mið-Austur­löndum.

Fyrir fimm dögum síðan náðu OPEC+ ríkin sam­komu­lagi um að draga úr olíu­fram­leiðslu um sem nemur einni milljón tunna á dag. Sádi-Arabía á­kvað einnig að fram­lengja eigin skerðingu sem hljóðar upp á sam­bæri­legt magn.

Sér­fræðingar á olíu­markaði bjuggust við því að þetta myndi ýta olíu­verði upp þar sem skerðingarnar koma ofan í aukin átök í Mið-Austur­löndum.

Heims­markaðs­verð á olíu hefur hins vegar haldið á­fram að lækka og farið niður um 3,5% síðast­liðna fimm daga. Verðið á tunnunni af Brent hrá­olíu farið úr 81,4 dölum niður í 78,4 dali á tíma­bilinu.

Vestur Texar fatið lækkaði um 1% í dag og fór tunnan niður í 72,4 dali.

Sam­kvæmt Reu­terssegja Rússar að það muni taka tíma fyrir skerðingarnar að ýta olíu­verðinu upp aftur á sama tíma og Sádi Arabía í­hugar að halda skerðingunum á­fram vel inn á fyrsta fjórðung næsta árs.

Fjárfestar á olíu­markaði telja þó ó­lík­legt að skerðingarnar muni hafa teljandi á­hrif, það er minnkandi kaup­máttur víða mun hafa á­hrif á eftir­spurnina.