Hlutabréf laxeldisfélagsins Kaldvíkur, sem áður bar nafnið Ice Fish Farm og þar áður Fiskeldi Austfjarða, voru tekin til viðskipta á First North markaði Kauphallarinnar í gær. Kaldvík er einnig skráð á norska hlutabréfamarkaðinn Euronext Growth Oslo.

Hlutabréf laxeldisfélagsins Kaldvíkur, sem áður bar nafnið Ice Fish Farm og þar áður Fiskeldi Austfjarða, voru tekin til viðskipta á First North markaði Kauphallarinnar í gær. Kaldvík er einnig skráð á norska hlutabréfamarkaðinn Euronext Growth Oslo.

Tvískráning Kaldvíkur hefur legið í loftinu í nokkurn tíma en í nóvember síðastliðnum upplýsti félagið um að það hefði til skoðunar að hafa hlutabréf sín tvískráð í Noregi og á Íslandi. „Við höfum verið með þetta til náinnar skoðunar í þó nokkurn tíma og ánægjulegt að þetta sé nú að verða að veruleika,“ segir Guðmundur Gíslason, forstjóri Kaldvíkur.

Félagið ákvað að ráðast ekki í hlutafjárútboð samhliða skráningunni á First North markaðinn. Að sögn Guðmundar sáu stjórnendur og stjórn félagsins enga ástæðu til að sækja aukið hlutafé enda sé fyrirhugaður vöxtur næstu missera fullfjármagnaður.

Tækifæri í beinu Asíuflugi

Guðmundur segir ytri aðstæður hafi reynst nokkuð hagfelldar. Félagið hafi fengið gott verð fyrir afurðir sínar enda eftirspurn mikil. „Með auknu magni getum við boðið upp á stöðugra framboð sem gerir okkur kleift að blása til frekari markaðssóknar. Helstu viðskiptasvæðin okkar hafa verið Bandaríkin og Evrópa en með auknu magni getum við til dæmis herjað á nýja markaði á borð við Asíu.“

Laxinn frá Kaldvík sé með margar vottanir fyrir gæðum, en í því samhengi megi nefna vottun frá Whole Foods Markets í Bandaríkjunum og þá sé ASC vottun á lokametrunum.

Verði beint flug á milli Íslands og Kína að veruleika, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, fæli það í sér veruleg tækifæri fyrir Kaldvík að sögn Guðmundar. „Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína felur í sér stórt tækifæri. Ef við náum að koma vörunum okkar hratt og örugglega til Asíu náum við forskoti þar hvað varðar aðgengi að mörkuðum.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.