Oprah Winfrey hefur ákveðið að hætta í stjórn Weight Watchers en hún hefur verið í stjórn frá því 2015. Ákvörðun hennar er enn eitt bakslag fyrir fyrirtækið meðan það glímir við samkeppni megrunarlyfja eins og Wegovy og Ozempic.

Hlutabréf Weight Watchers International hafa nú lækkað um 27% en Oprah sagði nýlega að hún notaði megrunarlyf sem viðhaldstæki.

Oprah Winfrey hefur ákveðið að hætta í stjórn Weight Watchers en hún hefur verið í stjórn frá því 2015. Ákvörðun hennar er enn eitt bakslag fyrir fyrirtækið meðan það glímir við samkeppni megrunarlyfja eins og Wegovy og Ozempic.

Hlutabréf Weight Watchers International hafa nú lækkað um 27% en Oprah sagði nýlega að hún notaði megrunarlyf sem viðhaldstæki.

Spjallþáttastjórnandinn sagðist einnig ætla að gefa öll hlutabréf sín til bandaríska þjóðminjasafnsins um sögu og menningu Bandaríkjamanna af afrískum uppruna. Oprah var jafnframt einn stærsti hluthafi Weight Watchers og átti um 10% hlut í fyrirtækinu.

Oprah hefur áður tjáð sig opinberlega um baráttu sína við þyngd og deildi reynslu sinni með öðrum meðlimum þegar hún hóf störf með fyrirtækinu fyrir áratug síðan.

Weight Watchers birti einnig nýlega ársuppgjör sitt sem greindi frá 88 milljóna dala tapi á seinasta ársfjórðungi síðasta árs, sem er um tvöfalt meira en á sama tíma árið á undan.