Orkuveita Reykjavíkur (OR) og Norræni fjárfestingarbankinn eru að ljúka viðræðum um 100 milljóna dala langtíma lánsfjármögnun, eða sem nemur nærri 14 milljörðum króna, á fyrirhuguðum fjárfestingum við orkuöflun Orku náttúrunnar og Veitna, dótturfyrirtækja OR.

Í tilkynningu Orkuveitunnar segir að nánar verði greint frá samkomulaginu að því undirrituðu.

Norræni fjárfestingarbankinn er að hluta til í eigu íslenska ríkisins og hefur verið það frá stofnun hans 1976. Bankinn var þá settur á laggirnar af ríkjum Norðurlandanna og var hugmyndin með stofnun bankans að stuðla að efnahagsframförum og aukinni samvinnu milli Norðurlandanna. Eignarhlutur íslenska ríkisins er um 0,9% í dag en tæp 95% eru í eigu Skandinavíulandanna.

André Küüsvek, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans (NIB) var í viðtali hjá Viðskiptablaðinu nýlega sem áskrifendur geta nálgast hér.