Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir fjár­mála­ráð­herra sagði á Við­skipta­þingi í gær að mikil þörf væri fyrir fjöl­breyttari rekstrar­formi í bæði mennta­- og heil­brigðis­kerfinu. Sagði hún jafn­framt að það væri hlut­verk ríkisins að tryggja að þjónusta væri veitt fremur en að veita hana sjálf.

Þór­dís var á­samt Krist­rúnu Frosta­dóttur, for­manni Sam­fylkingarinnar, og Einari Þor­steins­syni borgar­stjóra í palls­borðs­um­ræðum á þinginu.

Yfir­skrift Viðskiptaþings í ár var Hið opinbera: Get ég aðstoðað? Á þinginu var fjallað um gríðar­legt um­fang ríkisins á sviðum sem einka­aðilar geta hæg­lega sinnt.

Snorri Más­son, rit­stjóri Rit­stjórans, stýrði pall­borðinu og hóf um­ræðurnar á að biðja stjórn­mála­mennina um að sýna af­stöðu sína til mismunandi „frelsis­mála“ með handa­bendingu.

Þór­dís Kol­brún rétti ein upp hönd er Snorri spurði um hvort ríkið ætti að hætta að selja á­fengi í smá­sölu. „Það er á­gætis spurning. Ég held að einka­aðilum sé alveg treystandi fyrir því,“ sagði Einar en Krist­rún setti var­nagla á sitt svar.

„Það skiptir máli hvaða einka­aðilar það eru. Ég dreg línuna þar, ríkið á kannski ekki að reka þetta en það er annað að geta keypt þetta út í Bónus,“ sagði Krist­rún. „Af hverju getum við verið með apó­tek en ekki sér­vöru­verslanir en þetta er að­gengis­mál og það er lína þarna. Ég veit þetta er loðið svar enn,“ sagði Krist­rún.

Snorri Másson stýrir pallborðsumræðum.
Snorri Másson stýrir pallborðsumræðum.
© HAG / AÐSEND (HAG / AÐSEND)

Einar og Krist­rún voru fljót að svara því neitandi er Snorri spurði hvort ríkið eigi að stíga út af fjöl­miðla­markaði. Þór­dís Kol­brún sagði hlut­verk ríkisins gagn­vart fréttum væri nú alveg vissu­lega eitt­hvað „en sex þúsund milljónir í alls konar finnst mér al­gjör ó­þarfi.“

„En viljið þið sjá að­komu einka­aðila í heil­brigðis­þjónustu?“ spurði Snorri þá og var Þór­dís Kol­brún fljót að svara „að sjálf­sögðu.“

Krist­rún gerði að nýju grein fyrir svari sínu og sagði að það skipti máli hvar það væri.

„Þetta gengur á­gæt­lega á heilsu­gæslunni þar sem þú ert með mjög vel skil­greinda þjónustu sem er verið að kaupa en annars staðar er þetta flóknara. Þar sem ef eitt­hvað fer úr­skeiðis þá endar það á bráða­mót­tökunni og þá borgar ein­hver brúsann,“ sagði Krist­rún.

Sér skatta eins og hver önnur útgjöld

Snorri spurði þá hvort hún vildi að­komu einka­aðila í sjúkra­hús­rekstri? „ „Já eða?“ og sagði Krist­rún spurningarnar of al­mennar og málið væri flóknara en það. „En það er hægt að gera ýmis­legt“ sagði Krist­rún.

Spurð hvort þau vildu hækka skatta sögðu Einar og Þór­dís nei í kór á meðan Krist­rún gerði grein fyrir svari sínu að nýju.

„Ekkert sér­stak­lega nei. Mark­miðið mitt er ekki að hækka skatta. Mark­miðið er að ríkið sé rekið til að þjóna fólkinu í landinu. Svo þarf að horfa á skatta eins og hvert annað hag­stjórnunar­tól. Í dag erum við með bullandi háa vexti og bullandi háa verð­bólgu og ég horfi á þetta bara sem út­gjöld alveg eins og skattar eru út­gjöld.“

Snorri spurði síðan hvort þau vildu sjá meiri einka­rekstur í skóla­kerfinu greip Þórdís orðið.

„Að sjálf­sögðu. Það er öskrandi þörf á fjöl­breyttara rekstrar­formi í mennta­kerfinu og þar sem öll þessi helstu kerfi eiga sam­eigin­legt er að það sé sam­staða um að þeim sé al­menni­lega sinnt og hlut­verk ríkisins er að sjá um að þjónustan sé til staðar. Það er ekki hlut­verk ríkisins að hið opin­bera sé að veita þjónustuna heldur að hún sé veitt,“ sagði Þór­dís Kol­brún.

Máli sínu til stuðnings vitnaði hún í skoðanakönnun sem hafði verið varpað upp á skjáinn fyrir fundargesti fyrr um daginn.

„Mér fannst mjög hressandi að sjá að 47% þeirra sem voru spurðir vildu sjá meiri einka­rekstur í heil­brigðis- og mennta­kerfinu því það er langt yfir fylgi Sjálf­stæðis­flokksins og meira segja ef þú tækir Við­reisn svona á góðum dögum með.“

Krist­rún sagði einka­rekstur í skóla­kerfinu líkt og ÁTVR vera í grunninn að­gengis­mál.

„Það er ýmis­legt sem hægt er að út­víkka. Ég er hugsi yfir hús­næði til dæmis og við­haldi á hús­næði al­mennt. Við höfum slæma reynslu af því að halda utan um slíkar eignir. Ég hef á­hyggjur af veitingu þjónustunnar og þetta er að­gengis­mál.“

Einar var á því að sjálf­stætt reknir skólar væru mikil­vægir fyrir mennta­kerfið.

„Mér finnst sjálf­stætt reknir skólar veita svo mikla dýnamík inn í skóla­málin á öllum skóla­stigum. Við höfum séð það sér­stak­lega á há­skóla­stiginu þar sem inn­koma sjálf­stætt rekinna skóla hefur lyft ríkis­há­skólanum en líka á leik- og grunn­skóla­stiginu. Ég held að rekstur og að­gengi og öll svona kerfi þurfi dýnamík og sjálf­stætt reknir skólar skipta þar lykil­máli,“ sagði Einar.