Gengi veð­málarisans Entain, sem á meðal annars verð­mála­fyrir­tækin Ladbrokes, Cor­al, BetM­GM og Bwin svo dæmi séu tekin, hrundi í dag eftir að árs­hluta­upp­gjör sýndi dvínandi tekjur í veð­mála­starf­semi fyrir­tækisins.

Í upp­gjörinu segir að fyrir­tækið hafi lent í miklu tekju­falli vegna „ó­hag­stæðra í­þrótta­úr­slita“ í septem­ber­mánuði á­samt því að harðari reglur, sér­stak­lega í Bret­landi, um veð­mála­fyrir­tæki séu að höggva í afkomuna.

Breska ríkis­stjórnin á­kvað að herða reglur um raf­ræn spila­víti og veð­mála­fyrir­tæki í apríl á þessu ári en Entain hefur nú lækkað af­komu­spá ársins.

„Búast má við minni tekjum á þriðja árs­fjórðungi meðan fyrir­tækið inn­leiðir nýjar reglur um öruggari veð­mála­starf­semi,“ segir í upp­gjörinu.

Gengi Entain lækkaði um 11% Í Kaup­höllinni í Lundúnum.