Patreon, félag sem heldur utan um forrit sem gerir tónlistarmönnum og hlaðvörpum kleift að selja efni sitt til neytenda, sagði á dögunum upp nærri fimmtungi starfsfólks síns.

Á sama tíma var tveimur af skrifstofum félagsins í Evrópu, sem staðsettar voru í Dublin og Berlín, lokað. Félagið kveðst hafa neyðst til að grípa til þessa ráðs vegna efnahagsástandsins í heiminum. Alls var 80 af starfsfólki félagsins sagt upp úr nokkrum deildum.

Á síðasta ári fékk Patreon 155 milljóna dala fjármögnun og var félagið í kjölfarið metið á 4 milljarða dala.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu þann 15. september.

Patreon, félag sem heldur utan um forrit sem gerir tónlistarmönnum og hlaðvörpum kleift að selja efni sitt til neytenda, sagði á dögunum upp nærri fimmtungi starfsfólks síns.

Á sama tíma var tveimur af skrifstofum félagsins í Evrópu, sem staðsettar voru í Dublin og Berlín, lokað. Félagið kveðst hafa neyðst til að grípa til þessa ráðs vegna efnahagsástandsins í heiminum. Alls var 80 af starfsfólki félagsins sagt upp úr nokkrum deildum.

Á síðasta ári fékk Patreon 155 milljóna dala fjármögnun og var félagið í kjölfarið metið á 4 milljarða dala.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu þann 15. september.