Flugfélagið PLAY flutti 160.979 farþega í júnímánuði en það mun vera 25% aukning frá mánuðinum þar á undan. Sætanýting í júní nam einnig 87,2% og var stundvísi félagsins 81,2%.

Þetta kemur fram í farþegatölum PLAY sem birtar voru í morgun. Af öllum farþegum sem flugu með félaginu í júní, voru 29,8% á leið frá Íslandi, 25,8% á leið til Íslands og 44,4% voru tengifarþegar.

Í tilkynningu segir jafnframt að 604.670 farþegar flugu með félaginu fyrstu sex mánuði þessa árs, sem er aukning um 154% frá sama tímabili árið 2022 þegar 238.053 farþegar flugu með PLAY. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs sá félagið einnig 117% aukningu frá sama tímabili í fyrra.

„Júní var enn annar metmánuðurinn hjá PLAY. Þessi mánuður markaði upphaf sumarvertíðarinnar á lykilmörkuðum félagsins og við náðum þeim mikilvæga áfanga að bæta við tíundu flugvélinni í flotann. Það gekk frábærlega að hefja flug til nýrra staða sem og að endurræsa eldri áfangastaði, en fyrir sumarið bættum við um 20 áfangastöðum við leiðakerfið,” segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.

Að sögn félagsins hefur sætanýting einnig aukist frá 79,2% í 87,2%. Eftirspurn farþega á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur aukist til muna en sætanýting á bandarískum áfangastöðum félagsins í júní var meira en 90%.

PLAY segist einnig vera með yngsta flugflota í Evrópu en félagið tók tíundu farþegaþotu sína í notkun í júní þegar það fékk afhent Airbus A321neo flugvél beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg í Þýskalandi.

Flugfélagið PLAY flutti 160.979 farþega í júnímánuði en það mun vera 25% aukning frá mánuðinum þar á undan. Sætanýting í júní nam einnig 87,2% og var stundvísi félagsins 81,2%.

Þetta kemur fram í farþegatölum PLAY sem birtar voru í morgun. Af öllum farþegum sem flugu með félaginu í júní, voru 29,8% á leið frá Íslandi, 25,8% á leið til Íslands og 44,4% voru tengifarþegar.

Í tilkynningu segir jafnframt að 604.670 farþegar flugu með félaginu fyrstu sex mánuði þessa árs, sem er aukning um 154% frá sama tímabili árið 2022 þegar 238.053 farþegar flugu með PLAY. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs sá félagið einnig 117% aukningu frá sama tímabili í fyrra.

„Júní var enn annar metmánuðurinn hjá PLAY. Þessi mánuður markaði upphaf sumarvertíðarinnar á lykilmörkuðum félagsins og við náðum þeim mikilvæga áfanga að bæta við tíundu flugvélinni í flotann. Það gekk frábærlega að hefja flug til nýrra staða sem og að endurræsa eldri áfangastaði, en fyrir sumarið bættum við um 20 áfangastöðum við leiðakerfið,” segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.

Að sögn félagsins hefur sætanýting einnig aukist frá 79,2% í 87,2%. Eftirspurn farþega á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur aukist til muna en sætanýting á bandarískum áfangastöðum félagsins í júní var meira en 90%.

PLAY segist einnig vera með yngsta flugflota í Evrópu en félagið tók tíundu farþegaþotu sína í notkun í júní þegar það fékk afhent Airbus A321neo flugvél beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg í Þýskalandi.