Breska pundið féll við opnun markaða í morgun og hefur ekki verið lægra gagn­vart Banda­ríkja­dal síðan í mars. Pundið stendur nú í 1,224 dölum og hefur veikst um 2,84% gagnvart dal síðastliðna fjóra daga.

Sam­kvæmt hag­tölum sem birtust á föstu­daginn bendir allt til þess að efna­hags­sam­dráttur sé yfir­vofandi á Bret­lands­eyjum.

Sterlingspundið veiktist örlíið gagnvart krónu í morgun og stendur 167 krónum sem er þó tæp prósentuhækkun á síðastliðnum mánuði.

Á sama tíma er Banda­ríkja­dollar ó­venju sterkur um þessar mundir.

Í yfir­lýsingu peninga­stefnu­nefndar banda­ríska seðla­bankans á mið­viku­daginn kom fram að dollarinn muni lík­legast halda á­fram að styrkjast á næstu mánuðum en vinnu­markaðurinn vestan­hafs er sterkur og efna­hags­um­svif að aukast.

Banda­ríski seðla­bankinn á­kvað að halda vöxtum ó­breyttum í síðustu viku en ýjaði að því að vextir muni hækka í næsta mánuði.