Hagnaður Pólóborgar ehf. nam 87 milljónum króna á árinu 2022. Hagnaður félagsins dróst saman um helming á milli ára, en hann nam 179 milljónum króna árið áður.

Félagið stafrækir söluturna auk þess að flytja inn rafrettur og tengdan varning. Velta félagsins nam rúmlega 1,4 milljörðum króna í fyrra, jókst um hálfan milljarð á milli ára.

Hagnaður Pólóborgar ehf. nam 87 milljónum króna á árinu 2022. Hagnaður félagsins dróst saman um helming á milli ára, en hann nam 179 milljónum króna árið áður.

Félagið stafrækir söluturna auk þess að flytja inn rafrettur og tengdan varning. Velta félagsins nam rúmlega 1,4 milljörðum króna í fyrra, jókst um hálfan milljarð á milli ára.

Eignir félagsins námu 400 milljónum króna í lok árs 2022. Þá nam eigið fé félagsins 235 milljónum króna í lok árs 2021, en þeir Snorri Guðmundsson og Sindri Þór Jónsson eiga félagið til helminga.

Félagið rekur sex rafrettuverslanir, fjórar undir merkjum Póló á Bústaðarvegi, Hamraborginni og Smiðjuvegi í Kópavogi, og Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði. Félagið rekur einnig Bláu sjoppuna í Grafarvogi og Nýju sjoppuna að Flatahrauni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út sl. miðvikudag, 7. febrúar.