Sam­kvæmt mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofnunar hélst í­búa­verð stöðugt að nafn­virði í septem­ber en vísi­tala í­búða­verðs á höfuð­borgar­svæðinu hækkaði um 0,7% í ágúst.

Í­búða­verð á höfuð­borgar­svæðinu hefur hækkað um 2,0% síðast­liðna tólf mánuði og hefur raun­verð því lækkað um 5,3%. Í ná­grenni höfuð­borgar­svæðisins lækkaði verðið um 1,4% milli mánaða og annars staðar á landinu lækkað verðið um 1%.

Á sama tíma­bili hefur verð á í­búðum hækkað um 1,4% í ná­grenni höfuð­borgar­svæðis en annars staðar á landinu hefur verðið hækkað um 8%. Raun­verð í­búða hefur lækkað um 5,8% í ná­grenni höfuð­borgar­svæðisins en hækkað um 0,2% annars staðar á landinu.

Sam­kvæmt mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofnunar hélst í­búa­verð stöðugt að nafn­virði í septem­ber en vísi­tala í­búða­verðs á höfuð­borgar­svæðinu hækkaði um 0,7% í ágúst.

Í­búða­verð á höfuð­borgar­svæðinu hefur hækkað um 2,0% síðast­liðna tólf mánuði og hefur raun­verð því lækkað um 5,3%. Í ná­grenni höfuð­borgar­svæðisins lækkaði verðið um 1,4% milli mánaða og annars staðar á landinu lækkað verðið um 1%.

Á sama tíma­bili hefur verð á í­búðum hækkað um 1,4% í ná­grenni höfuð­borgar­svæðis en annars staðar á landinu hefur verðið hækkað um 8%. Raun­verð í­búða hefur lækkað um 5,8% í ná­grenni höfuð­borgar­svæðisins en hækkað um 0,2% annars staðar á landinu.

Kaupsamningum fækkar til muna

Sam­kvæmt mánaðar­legri talningu HMS fer kaup­samningum um í­búðar­hús­næði fækkandi milli mánaða en í júlí voru gerðir sam­tals 615 samningar um kaup á í­búðar­hús­næði saman­borið við 709 samninga í júní.

Á þessu ári hafa að meðal­tali 614 samningar verið gerðir á mánuði saman­borið við 825 samninga á mánuði að meðal­tali fyrstu sjö mánuði síðasta árs.

Í ágúst komu 240 ný­byggðar í­búðir inn á markað á landinu öllu, saman­borið við 398 í­búðir sem komu inn á markað í júlí­mánuði sem gerir 39,7% fækkun milli mánaða.

Sam­tals hafa 2.276 ný­byggðar í­búðir komið inn á markað til þessa á árinu. Sam­kvæmt fjár­mála­stöðug­leika­riti Seðla­banka Ís­lands verða nýjar í­búðir fleiri en 3000 á árinu en Seðla­bankinn gerir ráð fyrir 400 fleiri í­búðum en HMS.

Fram­boðs­hliðin eykst

HMS segir að um þessar mundir séu tæp­lega 3.200 í­búðir til sölu á landinu og fjölgar þeim um 75 í­búðir frá fyrri mánuði.

Á höfuð­borgar­svæðinu eru 1.907 í­búðir til sölu, þar af 622 nýjar sem gerir tæp­lega 33% allra í­búða til sölu. Í ná­grenni höfuð­borgar­svæðisins er 691 íbúð til sölu, þar af eru 239 nýjar eða um 35% allra í­búða til sölu. Annars staðar á landinu eru 568 í­búðir til sölu þar af 73 nýjar eða um 13% allra í­búða til sölu.

Landsmönnum fjölgar mun hraðar en íbúðum

Þrátt fyrir að 2.276 í­búðir hafi komið inn á markað á árinu er það hvergi nærri nóg þar sem lands­mönnum fer ört fjölgandi að mati HMS.

„Mesta fjölgun mann­fjölda hér á landi frá upp­hafi mælinga átti sér stað í fyrra þegar í­búum fjölgaði um 11.510 manns eða 3,1%. Á fyrri helmingi þessa árs hefur lands­mönnum fjölgað um tæp 1,7% og haldist sama þróun á­fram á seinni helming ársins þá verður fjölgun mann­fjölda í ár meiri en í fyrra.

Með á­fram­haldandi þróun þá verða í­búar landsins orðnir rúm­lega 400 þúsund í lok árs og mun á­fram­haldandi þróun mann­fjöldans auka þörfina fyrir nýjar í­búðir.“

Úr mánaðarlegri skýrslu HMS.

„Í dag eru 70.540 er­lendir ríkis­borgarar á Ís­landi eða um 17,9% af heildar­mann­fjölda. Sam­kvæmt stað­greiðslu­gögnum frá Skattinum hefur hlut­fall starfandi inn­flytj­enda á ís­lenskum vinnu­markaði fjór­faldast frá árinu 2003, úr 5,1% af öllum starfandi í 20,6% árið 2022. Í aldurs­flokknum 26-36 ára þá eru er­lendir ríkis­borgarar um og yfir 30% af heildar­mann­fjölda þess aldurs­bils,“ segir í skýrslu HMS.

Í fyrra komu tæp­lega 3000 ný­byggðar í­búðir inn á markað á sama tíma og fjölgun lands­manna nam 11.510 ein­stak­lingum.

Fjöl­skyldu­stærð á Ís­landi fyrir síðasta ára­tug er 2,53 í­búar á hverja íbúð að meðal­tali en þó ber að nefna að fjöl­skyldu­stærð er ör­lítið breyti­leg eftir svæðum og byggðar­lögum.

„Miðað við þetta meðal­tal hefðu rúm­lega 4.500 nýjar í­búðir þurft að koma inn á markað í fyrra til að mæta fjölgun mann­fjöldans. Þegar meta á hús­næðis­þörf hefur sam­setning mann­fjöldans mikil á­hrif. Er­lendir ríkis­borgarar sem hingað flytja eru lík­legri til að flytja frá landinu en aðrir og einnig má búast við að þörf þeirra fyrir hús­næði sé ólík öðrum. Vegna þess að það tekur þá tíma að festa hér rætur gætu þeir frekar viljað leigu­hús­næði en hús­næði til eignar. Þá eru þeir hugsan­lega einnig lík­legri til að vilja deila íbúð með öðrum,“ segir að lokum í skýrslu HMS.