Alp­habet, móður­fé­lag Goog­le, hefur rekið 28 starfs­menn sem tóku þátt í mót­mælum gegn Nimbus-verk­efni Goog­le.

Um er að ræða 1,2 milljarða dala samning Goog­le og Amazon við ríkis­stjórn Ísrael um að sjá um gagna­ský fyrir Ísraels­ríki.

Mót­mælin áttu sér stað á skrif­stofum Goog­le víðs vegar um Banda­ríkin en mót­mælendur fóru í setu­verk­fall á skrif­stofum fyrir­tækisins. Mót­mælunum var varpað í beinni á streymis­veitunni Twitch.

Sam­kvæmt Bloom­berg voru níu hand­teknir í mót­mælunum sem fóru fram síðast­liðinn þriðju­dag.

Þeir starfs­menn sem tóku þátt í mót­mælunum fengu skila­boð frá mann­auðs­deild Goog­le í gær að kröftum þeirra væri ekki óskað lengur innan fyrir­tækisins.

Alls voru 28 reknir en sam­kvæmt Goog­le eru fleiri starfs­menn til rannsóknar.