Félagsbústaðir, dótturfélag Reykjavíkur, högnuðust um 939 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 16,75 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Munurinn má nær eingöngu rekja til minna matsbreytinga fjárfestingareigna þar sem íbúðaverð hefur hækkað umtalsvert minna á sama tíma en í fyrra.

Félagsbústaðir, dótturfélag Reykjavíkur, högnuðust um 939 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 16,75 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Munurinn má nær eingöngu rekja til minna matsbreytinga fjárfestingareigna þar sem íbúðaverð hefur hækkað umtalsvert minna á sama tíma en í fyrra.

Rekstrartekjur Félagsbústaða fyrstu níu mánuði ársins námu 4.769 milljónum króna og jukust um 12,9% milli ára sem félagið segir að skýrist af hækkun leiguverðs vegna verðlagsbreytinga og stækkun eignasafnsins. Rekstur og viðhald eigna hækkaði um 583 milljónir eða um 29,3% á milli ára.

Rekstrarhagnaður Félagsbústaða fyrir matsbreytingu nam 1.731 milljón á fyrstu níu mánuðum ársins sem samsvarar 4,3% lækkun frá sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaðarhlutfall, þ.e. hlutfall EBITDA af rekstrartekjum, lækkar úr 42,8% í 36,3% milli ára.

Líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um í síðasta mánuði áforma Félagsbústaðir að hækka leiguverð umfram verðlag á næsta ári „að því marki sem þarf til að tryggja sjálfbærni“ eins og það var orðað í fjárhagsspá félagsins. Var þar m.a. vísað í samþykktir félagsins sem kveða á um að veltufé frá rekstri eigi að duga fyrir afborgunum langtímalána ár hvert.

Matsbreytingar komnar í 99,9 milljarða

Eignir Félagsbústaða voru bókfærðar á tæplega 156 milljarða króna í lok september síðastliðnum samanborið við 149,4 milljarða í árslok 2022. Eigið fé Félagsbústaða var um 84,7 milljarðar og var eiginfjárhlutfallið því um 54,3%.

Fjárfestingareignir Félagsbústaða voru bókfærðar á tæplega 154,8 milljarða króna í lok september síðastliðins. Kostnaðarverð fasteignasafnsins nemur 55 milljörðum og munurinn á kostnaðarverði og gangvirði var um 99,9 milljarðar í lok þriðja ársfjórðungs.

Í afkomutilkynningu Félagsbústaða kemur fram að félagið hafi keypt 31 fasteign á fyrstu níu mánuðum ársins en áform voru um að fjölga íbúðum um 49. Seldar voru þrjár fasteignir og tveir bílskúrar á tímabilinu.