Reykjavíkurborg tilkynnti í síðustu viku að kosning væri hafin á Hverfið mitt og stendur hún yfir í tvær vikur. Um sé að ræða verkefni íbúa og stjórnsýslu borgarinnar sem snúist um að forgangsraða fjármuni til verkefna.

Hvert verkefni fær þá fasta upphæð sem skiptist jafnt á milli hverfa ásamt viðbótarupphæð sem er ákveðin út frá fjölda íbúa í hverju hverfi.

Einn valkostur fyrir íbúa í Seljahverfi er til dæmis að koma fyrir áningarstað með útigrilli og bekkjum við Seltjörn. Áætlaður kostnaður verkefnisins samkvæmt Reykjavíkurborg eru nákvæmlega þrjár milljónir króna.

Reykjavíkurborg tilkynnti í síðustu viku að kosning væri hafin á Hverfið mitt og stendur hún yfir í tvær vikur. Um sé að ræða verkefni íbúa og stjórnsýslu borgarinnar sem snúist um að forgangsraða fjármuni til verkefna.

Hvert verkefni fær þá fasta upphæð sem skiptist jafnt á milli hverfa ásamt viðbótarupphæð sem er ákveðin út frá fjölda íbúa í hverju hverfi.

Einn valkostur fyrir íbúa í Seljahverfi er til dæmis að koma fyrir áningarstað með útigrilli og bekkjum við Seltjörn. Áætlaður kostnaður verkefnisins samkvæmt Reykjavíkurborg eru nákvæmlega þrjár milljónir króna.

Lítils háttar verðmunur sést á vefsíðum Reykjavíkurborgar og BM Vallá.
© Samsett (SAMSETT)

Athygli er vakin á því að á kosningasíðu Reykjavíkurborgar er sama mynd notuð af fyrirhuguðu grilli við Seltjörn og finnst á heimasíðu BM Vallá, þar sem grillið kostar rúmlega 150 þúsund krónur.

Bekkirnir eru gerðir úr þykkum gagnvörðum plönkum.
© Skjáskot (Skjáskot)

Séu bekkirnir teknir með í myndina hækkar upphæðin vissulega en samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins Borð og Bekkir kostar útibekkur með baki „sem þolir íslenska veðráttu allt árið“ tæpar 48 þúsund krónur.