Þotu­hreyfla­fram­leiðandinn Rolls-Royce ætlar að segja upp 2.000 til 2.500 starfs­mönnum á næstu dögum sem hluti af lang­tíma­á­ætlunum nýs for­stjóra.

Tufan Ergin­bilgiç, fyrrum fram­kvæmda­stjóri hjá BP, tók við for­stjóra­stöðunni hjá Rolls-Royce í janúar. Hann sagði ör­fáum dögum eftir ráðninguna að fyrir­tækið þyrfti að fara í miklar breytingar til að koma í veg fyrir að Rolls-Royce yrði eftir­bátur sam­keppnis­aðila sinna.

Fjár­hags­staða fé­lagsins hefur batnaði til muna í fyrra, aðal­lega vegna þess að flug­sam­söngur náðu vopnum sínum að nýju eftir kórónu­veirufar­aldurinn.

Þotu­hreyfla­fram­leiðandinn Rolls-Royce ætlar að segja upp 2.000 til 2.500 starfs­mönnum á næstu dögum sem hluti af lang­tíma­á­ætlunum nýs for­stjóra.

Tufan Ergin­bilgiç, fyrrum fram­kvæmda­stjóri hjá BP, tók við for­stjóra­stöðunni hjá Rolls-Royce í janúar. Hann sagði ör­fáum dögum eftir ráðninguna að fyrir­tækið þyrfti að fara í miklar breytingar til að koma í veg fyrir að Rolls-Royce yrði eftir­bátur sam­keppnis­aðila sinna.

Fjár­hags­staða fé­lagsins hefur batnaði til muna í fyrra, aðal­lega vegna þess að flug­sam­söngur náðu vopnum sínum að nýju eftir kórónu­veirufar­aldurinn.

Rolls-Royce hefur þó ein­beitt sér að þotu­hreyflum fyrir lang­flug og því misst sam­keppnis­stöðu sína á þotu­hreyflum fyrir minni vélar.

Meiri­hluti af tekjum fé­lagsins kemur úr við­halds­kostnaði og því fór fé­lagið afar illa úr far­aldrinum. Sam­kvæmt við­skipta­blaði Guar­dian starfa um 42.000 manns hjá fyrir­tækinu og um helmingur þeirra á Bret­lands­eyjum. Búist er við því að flestar upp­sagnirnar verði meðal Breta.