Samfélagsmiðillinn Tiktok segist hafa fjarlægt enn meiri tónlist af smáforriti sínu í kjölfar höfundarréttardeilna milli fyrirtækisins og Universal Music Group.

Tiktok hefur neyðst til að henda út lögum eða þagga niður í myndböndum sem innihalda tónlist eftir listamenn sem skráðir eru hjá Universal.

Tónlistarmenn á borð við Harry Styles og Adele falla undir þessa breytingu og segir Tiktok að allt að 30% af „vinsælum lögum“ á forritinu gætu glatast. Sérfræðingar innan iðnaðarins segja hins vegar að deilan gæti orðið til þess að 80% af þeim lögum verði fjarlægð.

Samfélagsmiðillinn Tiktok segist hafa fjarlægt enn meiri tónlist af smáforriti sínu í kjölfar höfundarréttardeilna milli fyrirtækisins og Universal Music Group.

Tiktok hefur neyðst til að henda út lögum eða þagga niður í myndböndum sem innihalda tónlist eftir listamenn sem skráðir eru hjá Universal.

Tónlistarmenn á borð við Harry Styles og Adele falla undir þessa breytingu og segir Tiktok að allt að 30% af „vinsælum lögum“ á forritinu gætu glatast. Sérfræðingar innan iðnaðarins segja hins vegar að deilan gæti orðið til þess að 80% af þeim lögum verði fjarlægð.

Deilan byggist á svokölluðum klofnum höfundarrétti sem þýðir að ef einhver lagahöfundur skrifaði lag undir útgáfu Universal Music Group, jafnvel lítinn hluta af því, þá verður að fjarlægja allt lagið.

Tónlist Universal var þó leyfð á Tiktok þar til í byrjun ársins þegar leyfi Tiktok yfir lögum Universal rann út. Báðir aðilar náðu ekki að endursemja um það hversu mikið smáforritið ætti að greiða listamönnum og í kjölfarið var byrjað að fjarlægja lögin í byrjun febrúar.