Lágjaldaflugfélagið Ryanair hyggur á 700 milljóna evru endurkaup á eigin hlutabréfum, eða sem nemur um 105 milljörðum króna.

Félagið reiknar með að farþegum muni fjölga á yfirstandandi ári, samanborið við síðasta ár. Spá Ryanair gerir ráð fyrir að farþegum muni fjölga um 8% árið 2024 og verði á bilinu 198 til 200 milljónir.

Tafir á afhendingu á nýjum þotum frá Boeing geti þó sett strik í reikninginn en Ryanair segir enn vanta 23 Boeing vélar upp á í flotann.

Tekjur félagsins námu 13,44 milljörðum evra á síðasta ári og jukust um 25% frá fyrra ári.