Viðskiptavinir Ryanair eru allt annað en sáttir eftir að flugfélagið tók upp á því að rukka aukagjald til að nálgast brottfaraspjöld sín á netinu.

Ferðalangar segja að Ryanair skikki nú farþega til að borga fyrir sæti skyldu þeir vilja fá brottfaraspjald sitt í stafrænu formi. Hinn valkosturinn er að standa í röð til að fá brottfaraspjald sitt prentað út.

Viðskiptavinir Ryanair eru allt annað en sáttir eftir að flugfélagið tók upp á því að rukka aukagjald til að nálgast brottfaraspjöld sín á netinu.

Ferðalangar segja að Ryanair skikki nú farþega til að borga fyrir sæti skyldu þeir vilja fá brottfaraspjald sitt í stafrænu formi. Hinn valkosturinn er að standa í röð til að fá brottfaraspjald sitt prentað út.

Það var BBC sem greindi nýlega frá þessu en flugfélagið hefur enn ekki svarað beiðnum miðilsins en svo virðist vera sem breytingin hafi átt sér stað fyrir nokkrum dögum. Ryanair hefur ekki enn útskýrt breytinguna en margir viðskiptavinir hafa í millitíðinni látið í sér heyra á samfélagsmiðlum.

„Ég trúi því ekki að þið séuð nú farin að meina farþegum frá því að sækja brottfararspjöld sín nema þau kaupi sér sæti eða þurfi að standa í 30 mínútna biðröð bara svo þið getið grætt aðeins meiri pening. Þetta er hneyksli,“ skrifar einn viðskiptavinur.

Flest flugfélög eru nú farin að krefja viðskiptavini um að innrita sig á netinu og er þá samtímis hægt að hlaða niður brottfaraspjald. Það sama gilti um innritun í flug hjá Ryanair en nú þurfa farþegar að versla sér sæti sem kostar allt frá 1.200 krónur til 3.700 krónur.

Ryanair var einnig harðlega gagnrýnt í sumar eftir að hafa rukkað eldri hjón tæpar 18 þúsund krónur fyrir að prenta út brottfaraspjöld sín. Hjónin höfðu óvart sótt miðana fyrir heimferðina og voru rukkuð um 55 pund á mann fyrir að prenta út réttu brottfaraspjöldin.