Sam­kvæmt Samskipum á ætlað sam­ráð Eim­skips og Sam­skipa á árunum 2006 til 2013 sér enga stoð í raun­veru­leikanum. Ganga forsvarsmenn svo langt að kalla meint sam­ráð í­myndun Sam­keppnis­eftir­litsins í andmælum sínum sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum.

Sakar Sam­skip nýja for­svars­menn Eim­skips um að hafa keypt sig frá málinu með falskri játningu en að því sem Sam­skip kemst næst er af­staða fyrrum for­svars­manna Eim­skips um að engin brot hafi átt sér stað, ó­breytt.

Samskip segir ályktanir SKE rangar og í engum tengslum við gögn eða staðreyndir.

Sam­kvæmt Samskipum á ætlað sam­ráð Eim­skips og Sam­skipa á árunum 2006 til 2013 sér enga stoð í raun­veru­leikanum. Ganga forsvarsmenn svo langt að kalla meint sam­ráð í­myndun Sam­keppnis­eftir­litsins í andmælum sínum sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum.

Sakar Sam­skip nýja for­svars­menn Eim­skips um að hafa keypt sig frá málinu með falskri játningu en að því sem Sam­skip kemst næst er af­staða fyrrum for­svars­manna Eim­skips um að engin brot hafi átt sér stað, ó­breytt.

Samskip segir ályktanir SKE rangar og í engum tengslum við gögn eða staðreyndir.

„Stofnunin hefur farið of­fari við rann­sókn málsins og gagna­öflun og hefur nú, 10 árum eftir að rann­sókn málsins hófst, sett saman frum­niður­stöður sem eru ekki í nokkrum tengslum við raun­veru­leikann. Full­yrða má að sam­bæri­leg að­ferða­fræði hafi ekki áður sést í sam­keppnis­málum hér á landi og þótt víðar væri leitað. Settar eru fram kenningar og á­lyktanir um brot í hundraða eða þúsunda tali, án þess þó að beinum sönnunar­gögnum sé til að dreifa,” segir í and­mælum Sam­skips sem skilað var inn til Sam­keppnis­eftir­litsins áður en niður­staða fékkst í málið.

Sam­keppnis­eftir­litið lagði 4,2 milljarða króna stjórn­valds­sekt á Sam­skip á föstudaginn vegna meintra sam­ráðs­brota á árunum eftir hrun en rann­sókn málsins hefur staðið yfir frá árinu 2010.

Harma að eftirlitið hafi knúið fram játningu

Sam­kvæmt Samskipum urðu kenningar og á­lyktanir Sam­keppnis­eftir­litsins fyrst ljósar þegar SKE birti fyrir­tækjunum and­mæla­skjal í júní 2018. Sam­skip skilaði þremur and­mæla­skjölum sem eru á þriðja þúsund blað­síður.

Segir í andmælum að það kom Samskipum mjög á ó­vart þegar um miðjan júní 2021 var til­kynnt um sátt Eim­skips við Sam­keppnis­eftir­litið í málinu og greiðslu sektar „eftir mjög skammar við­ræður enda um við­snúning á af­stöðu að ræða.“

„Sam­skip harma að eftir­litið hafi knúið fram hjá Eim­skipi falska játningu brota, þar sem nýir stjórn­endur virðast hafa tekið á­kvörðun um að kaupa sig frá frekari mála­rekstri með greiðslu sektar og ljúka málinu þannig,“ segir í and­mælum Sam­skipa sem telja jafn­framt að SKE hafi með á­kvörðun sinni fært Eim­skipi, sem er með yfir­burða­stöðu á ís­lenskum sjó­flutnings­markaði, vopn í hendur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.