Kaup­höllin í Lundúnum stöðvaði tíma­bundið við­skipti með ýmis bréf vegna sam­bands­leysis upp­lýsinga- og við­skipta­kerfi Kaup­hallarinnar.

Verð­bréfa­miðlarar gátu einungis fram­kvæmt við­skipti með bréf í FTSE 100, FTSE 250 og er­lendra fyrir­tækja.

Engin hreyfing á hátt í 2000 fyrirtækjum

Ekki var hægt að fram­kvæmda við­skipti með á annað þúsund minni og meðal­stór fyrir­tæki en sam­kvæmt Financial Times er þetta í annað sinn á tveimur mánuðum sem vanda­málið kemur upp.

Kaup­höllin greip til að­gerða og stöðvaði við­skipti. Fjölmiðlar hafa tekið eftir því að engin hreyfing var um tíma á bréfum fjölmargra þekktra fyrirtækja eins og hjá net­versluninni Asos, drykkjar­fram­leið­andanum Fe­ver­tree og markaðs­rann­sóknar fyrir­tækið YouGov, svo dæmi séu tekin..

Sam­kvæmt til­kynningu frá Kaup­höllinni eru til­boð í bréfin enn í kerfinu og unnið að því að að leysa vanda­málið.