Reiknistofa bankanna hagnaðist um 52 milljónir í fyrra sem var heldur minna en árið áður.

Tekjur drógust einnig saman, um tæp 10%, og námu 5,7 milljörðum króna en rekstrargjöld um tæp 2% og námu 5,2 milljörðum.

Eignir í árslok voru svo gott sem sléttir 5 milljarðar og lækkuðu lítillega en eigið fé jókst örlítið og nam 2,9 milljörðum, svo eiginfjárhlutfall jókst í 57%. Greidd laun námu 2,4 milljörðum og ársverk voru 170.